Tígull
Útlit
Tígull er ferhyrningur sem er með allar hliðar jafn langar. Allir tíglar eru jafnframt samsíðungar og allir ferningar eru jafnframt tíglar. Í tígli eru mótlæg horn jafn stór. Hornalínur tíguls eru hornréttar hvor á aðra og helminga jafnframt hvor aðra. Flatarmál tíguls má reikna út frá lengd hornalínanna. Séu þær kallaðar a og b þá er flatarmál tígulsins F = 1/2 ab. Það má rökstyðja með því að benda á að hornalínurnar skipta tíglinum í fjóra eins rétthyrnda þríhyrninga, sem hver um sig hefur flatarmálið 1/8 ab.