Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Hansa 303

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Access 303 er lítill 3,03 metra langur og 1,35 metra breiður kjölbátur fyrir einn til tvo siglingamenn með eitt bermúdasegl og sjálfvendandi fokku hannaður af ástralska skútuhönnuðinum Chris Mitchell fyrir fyrirtæki sitt Access Dinghies Systems. Bátnum er ætlað að vera öruggur kjölbátur sem hentar líka fötluðum siglingamönnum. Líkt og í Access 2.3 sitja siglingamennirnir ofaní bátnum hlið við hlið þannig að þeir snúa fram og stýra með stýripinna aftan á kjölkistunni sem er tengdur við stýrið með böndum. Bóman situr hátt á mastrinu svo hún rekist ekki í höfuð siglingamanna í vendingum. Fellikjölurinn er 30 kíló og báturinn er borðhár og -breiður til að veita hámarksöryggi. Hægt er að fá Access 303 með rafmótorstýringu fyrir stýri og stórskaut fyrir siglingamenn með takmarkaða hreyfigetu.

Einn bátur af þessari gerð var tekinn í notkun af siglingafélaginu Nökkva árið 2011.