Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Yngling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yngling

Yngling er kjölbátur hannaður af norska bátahönnuðinum Jan Herman Linge sem vildi smíða minni útgáfu af Soling fyrir yngri siglingamenn. Hann hannaði Yngling árið 1967. 1979 var báturinn viðurkenndur sem alþjóðleg keppnisgerð. Yngling er tæp 21 fet á lengd (6,37 metrar) og vegur 645 kíló. Hann var valinn keppnisbátur í kvennaflokki á Ólympíuleikunum 2004 og 2008.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.