Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Roald Engelbregt Gravning Amundsen (16. júlí, 187218. júní?, 1928) var norskur landkönnuður sem varð frægur fyrir könnun heimskautasvæðanna. Hann stýrði Suðurskautsleiðangrinum 1910–1912, sem var sá fyrsti til að ná Suðurpólnum.

Roald Amundsen

Hann var af fjölskyldu norskra útgerðarmanna og skipstjóra í Borge nálægt Osló í Noregi. Hann heyrði um ferð Fridtjof Nansens yfir Grænland árið 1888 og las líka æviágrip breskra landkönnuða og ákvað að verða sjálfur landkönnuður.

Amundsen lést í flugslysi árið 1928 þegar hann tók þátt í björgunarleiðangri við Norðurpólinn í leit að eftirlifendum ítalska loftsskipsins Italia.

Fyrstu leiðangrarnir

breyta

Amundsen gekk til liðs við Belgíska Suðurskautsleiðangurinn (1897–1899) sem annar stýrimaður. Skip þeirra, Belgica, varð það fyrsta sem eyddi heilum vetri á Suðurskautslandinu. Skipstjóri var Adrien de Gerlache. Um borð var einnig bandarískur læknir, Frederick Cook. Cook þessi bjargaði áhöfninni frá skyrbjúg, sem reyndist mikilvæg lexía fyrir framtíðarleiðangra Roalds.

Árið 1903 stjórnaði Amundsen fyrsta leiðangrinum sem fór norðvesturleiðina frá Atlantshafi til Kyrrahafs ásamt sex öðrum á skipinu Gjøa. Leið þeirra lá um Baffinsflóa, Lancaster- og Peel-sund, James Ross-sund og Rae-sund og voru þeir tvö ár við rannsóknir á landi og ís á svæði umhverfis það sem nú kallast Gjoa Haven í Nunavut í Kanada.

Tenglar

breyta