Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Joe Sacco

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Joe Sacco er maltneskur blaðamaður og myndasöguhöfundur. Sacco fæddist á Möltu árið 1960 en flutti síðan til Ástralíu og seinna til Bandaríkjanna þar sem hann útskrifaðist með B.A. gráðu í blaðamennsku frá Oregon Háskóla árið 1981[1][2].

Sacco er þekktastur fyrir bækur sínar Palestine og Safe Area Goražde sem báðar fjalla um fólk sem býr á átakasvæðum.

Palestine fjallar um líf fólks sem býr á Heimastjórnarsvæðum Palestínumanna og átökin á milli Ísraela og Palestínumanna. Sacco dvaldi mánuðum saman bæði á Gasaströndinni og á Vesturbakkanum í upphafi tíunda áratugarins til að viða að sér efni fyrir bókina[3]

Safe Area Goražde fjallar um fólk sem býr í bosníska bænum Goražde á tímum Bosníustríðsins. Sacco ferðaðist til Bosníu árið 1996 þegar stríðinu var lokið og dvaldi í Goražde í fimm mánuði til þess að taka viðtöl við íbúa bæjarins og skrásetja sögur þeirra[4].

Meðal áhrifavalda Saccos má telja Robert Crumb, Pieter Brueghel eldri, George Orwell, Michael Herr og Hunter S. Thompson[5][6].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Brueghel in Bosnia“. Sótt 7. febrúar 2010.
  2. „Artist Bio - Joe Sacco“. Sótt 7. febrúar 2010.
  3. „Palestine“. Sótt 7. febrúar 2010.
  4. „Safe Area Gorazde“. Sótt 7. febrúar 2010.
  5. „Brueghel in Bosnia“. Sótt 7. febrúar 2010.
  6. „The Art of War“. Sótt 7. febrúar 2010.