Gísli Oddsson
Gísli Oddsson (1593 – 2. júlí 1638) var biskup í Skálholti frá 1632 til dauðadags.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Gísli var sonur Odds Einarssonar Skálholtsbiskups og Helgu Jónsdóttur. Hann gekk í Skálholtsskóla og fór til frekara náms í Kaupmannahöfn 1613. Hann varð kirkjuprestur í Skálholti 1616 og rektor í Skálholtsskóla 1621. Hann varð formlega aðstoðarmaður föður síns 1629 og officialis (staðgengill biskups) eftir lát hans. Hann var kjörinn biskup á Alþingi 29. júní 1632.
Gísli kvæntist 1622 Guðrúnu Björnsdóttur, dóttur Björns Benediktssonar sýslumanns á Munkaþverá og Elínar konu hans, dóttur Staðarhóls-Páls og Helgu Aradóttur. Þau voru barnlaus. Áður hafði Gísli átt barn með Gróu Eyjólfsdóttur en það dó ungt.
Undur Íslands
[breyta | breyta frumkóða]Gísli ritaði stutta bók um undur Íslands (De mirabilibus Islandiæ) þar sem er að finna mikinn fróðleik um ýmis fyrirbrigði á himnum og þjóðtrú Íslendinga á 17. öld, og segir höfundur í inngangi að það hafi að geyma „lýsingu þeirra undraverðu hluta, sem fyrir koma í föðurlandi mínu, og vildi eg óska, að árangurinn yrði að sama skapi farsæll og happasæll, sem viljinn er einlægur, hugurinn hreinskilinn og áhuginn fyrir sannleikanum.“ Ritið ber þess merki að vera ritað undir áhrifum raunhyggju, en er jafnframt gegnsýrt eldri heimsmynd. Með ritinu ætlaði Gísli mögulega að bæta við Íslandslýsingu föður síns.
Fyrirrennari: Oddur Einarsson |
Skálholtsbiskupar | Eftirmaður: Brynjólfur Sveinsson |