Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Vilchin Hinriksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vilchin Hinriksson (Vilkin) var biskup í Skálholti á 14. öld (d. 1405). Hann var danskur príor og þegar Mikael biskup kom til Danmerkur og sagði Skálholtsbiskupsdæmi lausu fór Vilchin til Rómar og fékk Skálholtsstól hjá páfa en ekki er víst hvort hann var vígður þar eða í Niðarósi. Hann kom til Íslands með svokölluðu Heinreksskipi seint í ágúst 1394 og byrjaði á að fara í Skálholt og halda þar sjö daga veislu þar sem var "veitt svo ríkmannlega að hver drakk sem hann lysti nótt og dag og var ei drukkið annað en þykkt öl og enn dýrara".

Vilchin þótti mun meiri skörungur og nytsemdarmaður en aðrir erlendir biskupar sem voru í Skálholti; hann viðrétti kristindóminn og leiðrétti siðu manna. Hann lét skrá mikla máldagabók (Vilkinsmáldaga) þar sem skráðar voru allar upplýsingar sem til voru um eignir hverrar kirkju um sig. Hann bætti líka kirkjuna og aðrar byggingar á staðnum, pantaði veggtjöld hjá nunnunum í Kirkjubæ til að skreyta stóru stofuna í Skálholti, og greiddi niður skuldir svo að biskupsstóllinn varð skuldlaus, en fyrirrennarar hans höfðu sumir eytt um efni fram, einkum Mikael.

Vilkin var í Skálholti er Svarti dauði gekk þar og er sagt að hann hafi lifað einn eftir af vígðum mönnum ásamt tveimur leikmönnum. Hann fór til Noregs sumarið 1405, þar sem hann dó um veturinn.


Fyrirrennari:
Mikael
Skálholtsbiskup
(13911405)
Eftirmaður:
Jón


  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.