Cunninghamia
Cunninghamia | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Cunninghamia lanceolata
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||
Cunninghamia konishii Hayata | ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
|
Cunninghamia er ættkvísl með einni[1] eða tveimur núlifandi tegundum sígrænna barrtrjáa í grátviðarætt (Cupressaceae).[2] Þær eru ættaðar frá Kína, norður Víetnam og Laos, og hugsanlega Kambódíu.[1] Þær geta náð 50 m hæð.[1] Ættkvíslarheitið Cunninghamia er til heiðurs Dr. James Cunningham, breskum lækni sem kynnti tegundina í ræktun 1702, og grasafræðingnum Allan Cunningham.[3]
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Ættkvíslin er almennt talin vera með tvær áþekkar tegundir, Cunninghamia lanceolata og C. konishii. C. lanceolata vex á meginlandi Kína, Víetnam og Laos, hins vegar er C. konishii eingöngu í Taívan.[4] Hinsvegar virðist erfðagreining benda til þess að þær séu sama tegundin, og að C. konishii í Taívan sé eftir mörg landnám tegundarinnar frá meginlandinu.[5][6] Þar sem C. lanceolata var fyrra nafnið sem var skráð hefur það forgang ef tegundirnar eru sameinaðar. In that case, Þá verður tegundin í Taívan Cunninghamia lanceolata var. konishii. Það er hinsvegar engin eining um hvort tegundirnar eigi að vera sameinaðar.[4]
Áður var tegundin höfð í Taxodiaceae,[1] en sú ætt er nú talin til Cupressaceae.[2] Nokkrir grasafræðingar hafa viljað hafa ættkvíslina í eigin tegund, Cunninghamiaceae, en ekki fengið mikinn stuðning. Cunninghamia þekkist einnig frá steingerfingum í Ameríku.[7]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Tréð er keilulaga með láréttar greinar sem eru lítið eitt hangandi í endana. Cunninghamia Barrnálarnar í spíral eftir greininni, grænar til blágrænar, leðurkenndar og nokkuð flatar. Þær eru 2–7 sm langar og 3–5 mm breiðar neðs. Barrið getur fengið bronsáferð í köldu veðri.
Könglarnir eru litlir og óáberandi við frjóvgun síðla vetrar, stakir eða 2 til 3 saman, þroskast á 7 til 8 mánuðum, 2,5 til 4,5 sm langir, egglaga til hnattlaga, oft með sprota sem vex úr endanum á ræktuðum trjám en það er sjaldgæft hjá villtum trjám. Reklarnir eru 10 til 30 saman.
Börkurinn á fullvöxnum trjám flagnar af í lengjum sem sýnir rauðbrúnan innri börkinn.
Notkun
[breyta | breyta frumkóða]Cunninghamia er eftirsótt timburtré í Kína, með mjúkan, endingargóðan og ilmandi við, svipaðan og hjá strandrauðviði og Cryptomeria.
Cunninghamia er ræktað til skrauts í almenningsgörðum og öðrum stórum görðum þar sem hún nær um 15–30 m.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Fu, Liguo; Yu, Yong-fu; Adams, Robert P.; Farjon, Aljos. "Cunninghamia". Flora of China. 4. Retrieved 9 September 2012 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
- ↑ 2,0 2,1 Brown, Robert (1866). "On the structure of the female flower in Cycadae and Coniferae". The Miscellaneous Botanical Works of Robert Brown. 1. p. 461.
- ↑ Brown, Robert (1866). „On the structure of the female flower in Cycadae and Coniferae“. The Miscellaneous Botanical Works of Robert Brown. 1. árgangur. bls. 461.
- ↑ 4,0 4,1 Earle, Christopher J., ed. (2018). "Cunninghamia". The Gymnosperm Database. Retrieved 9 September 2012.
- ↑ Lu, S.Y., T.Y. Chiang, K.H. Hong and T.W. Hu (1999). „Re-examination of the taxonomic status of Cunninghamia konishii and C. lanceolata based on the RFLPs of a chloroplast trnD-trnT spacer“. Taiwan Journal of Forest Science. 14: 13–19. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2014.
- ↑ Chung, J. D.; Lin, T. P.; Tan, Y. C.; Lin, M. Y.; Hwang, S. Y. (2004). „Genetic diversity and biogeography of Cunninghamia konishii (Cupressaceae), an island species in Taiwan: A comparison with Cunninghamia lanceolata, a mainland species in China“. Molecular Phylogenetics and Evolution. 33 (3): 791–801. doi:10.1016/j.ympev.2004.08.011. PMID 15522804.
- ↑ for example Orr, Elizabeth L. and William N. Orr 2009 Oregon Fossils: Second Edition, Oregon State University Press; ISBN 0-87071-573-9 ISBN 978-0870715730