Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

eldhúsdagur

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „eldhúsdagur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall eldhúsdagur eldhúsdagurinn eldhúsdagar eldhúsdagarnir
Þolfall eldhúsdag eldhúsdaginn eldhúsdaga eldhúsdagana
Þágufall eldhúsdegi eldhúsdeginum eldhúsdögum eldhúsdögunum
Eignarfall eldhúsdags eldhúsdagsins eldhúsdaga eldhúsdaganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

eldhúsdagur (karlkyn); sterk beyging

[1] annasamur dagur í eldhúsi
[2] gera sér dagamun, halda sér eldhúsdag
[3] þrif og tiltekt í eldhúsi sem og öðrum vistarverum heimilis, gera sér eldhúsdag
[4] sérstakur dagur á alþingi þar sem forsætisráðherra heldur eldhúsræðu þar sem viðkomandi fer yfir stefnu ríkisstjórnar, fjármál og störf þingsinns. Í framhaldi fara fram eldhúsdagsumræður þar sem fulltrúar stjórnmálaflokka lýsa sinni skoðun. Er þessum degi almennt útvarpað og sjónvarpað á Ríkisútvarpinu
Orðsifjafræði
eldhús - dagur
Afleiddar merkingar
[4] eldhúsdagsræða, eldhúsdagsumræða, almennt notað í fleirtölu, eldhúsdagsumræður
Dæmi
[4] „Sú er þingvenja orðin á alþingi, að segja stjórninni sérstaklega til syndanna þann dag, er fjárlögin koma til framhalds 1. umræðu. Þennan eldhúsdag bar að þessu sinni á miðvikudaginn var, en þótt máltækið segi »miðvikudagur til moldar« og kveðið væri all ríkt að því af andstæðingum stjórnarinnar, að hún væri moldarhæf, varð niðurstaðan þó sú, að ráðherra enn af nýju kvaðst eigi víkja fyrir neinu nema vantraustsályktun frá meirihluta, að minstakosti þjóðkjörinna þingmanna.“ (Ísafold - 16. ágúst 1913 á timarit.is internettilvitnun)

Þýðingar

Tilvísun

Eldhúsdagur er grein sem finna má á Wikipediu.