Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Kangxi (kínverska: 康熙帝; pinyin: Kāngxīdì; Wade-Giles: K'ang-hsi-ti; mansjúríska: Enkh Amgalan Khaan, 4. maí, 165420. desember, 1722) var þriðji keisari Kingveldisins og annar í röð þeirra sem ríkti yfir hinu sögulega Kína. Hann ríkti í 61 ár og er þar með sá keisari Kína sem ríkt hefur lengst og einn af þaulsætnustu þjóðarleiðtogum sögunnar.

Kangxi

Kangxi tók við völdum aðeins sjö ára gamall og framan af var stjórnin í höndum fjögurra fjárhaldsmanna og keisaraekkjunnar Xiaozhuang. Ríkisár Kangxis einkenndust af friði að mestu eftir áratugalangar borgarastyrjaldir. Hann vann sigur á Lénsveldunum þremur, útlagastjórn sjóræningjans Zheng Jing á Tævan og Rússaveldi í norðvestri þar sem Kína stækkaði landamæri sín svo þau náðu yfir það sem í dag nefnist Mongólía.


Fyrirrennari:
Shunzhi
Keisari Kína
(1661 – 1722)
Eftirmaður:
Yongzheng


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.