Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Hinrik 8. (28. júní 149128. janúar 1547) var konungur Englands á árunum 1509 til 1547 og lávarður Írlands og síðar konungur Írlands. Hann er einna helst frægur fyrir að hafa verið kvæntur sex sinnum og að hafa stofnað ensku biskupakirkjuna. Hinrik var sonur Hinriks 7. Englandskonungs og Elísabetar af York. Þrjú af börnum Hinriks urðu þjóðhöfðingjar Englands; Játvarður 6., María 1. og Elísabet 1..

Skjaldarmerki Túdor-ætt Konungur Englands og Írlands
Túdor-ætt
Hinrik 8.
Hinrik 8.
Ríkisár 22. apríl 150928. janúar 1547
SkírnarnafnHenry Tudor
KjörorðCoeur Loyal
Fæddur28. júní 1491
 Greenwich, Englandi
Dáinn28. janúar 1547 (55 ára)
 Richmond-höll, Surrey, Englandi
GröfWestminster Abbey
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Hinrik 7. Englandskonungur
Móðir Elísabet af York
DrottningKatrín af Aragóníu (g. 1509; ógilt 1533)
Anne Boleyn (g. 1533; ógilt 1536)
Jane Seymour (g. 1536; ógilt 1537)
Anna af Cleves (g. 1540; ógilt 1540)
Catherine Howard (g. 1540; tekin af lífi 1542)
Catherine Parr (g. 1543)
BörnÝmis, þ. á m. Hinrik, hertogi af Cornwall, María 1., Elísabet 1., Játvarður 6.

Hinrik var fæddur árið 1491 og átti einn eldri bróður, eina eldri systur og eina yngri systur. Bróðir Hinriks, Arthúr, átti að verða erfingi ensku krúnunnar en hann dó skyndilega árið 1502 og því varð Hinrik erfingi. Hann kvæntist einnig eiginkonu Arthúrs, Katrínu af Aragon. Með Katrínu átti Hinrik dóttur, Maríu, sem síðar varð Englandsdrottning.

Hinrik reyndi síðar að fá páfa til þess að ógilda hjónabandið við Katrínu þar sem hann vildi kvænast annari konu, Anne Boleyn, en það vildi páfinn ekki gera. Afleiðing þessara deilna varð sú að Hinrik sleit tengsl ensku kirkjunnar við páfann og gerðist sjálfur höfuð kirkjunnar. Hann kvæntist svo Anne Boleyn og eignaðist með henni dóttur sem skírð var Elísabet.

Árið 1536 var Anne Boleyn tekin af lífi eftir ásakanir um framhjáhald. Nokkrum dögum síðar kvænist Hinrik Jane Seymour. Þau eignuðust soninn Játvarð en Seymour lést árið 1537.

Fjórða kona Hinriks var Anne af Cleves sem hann kvæntist árið 1540 en það hjónaband entist aðeins í nokkra mánuði og var dæmt ógilt. Sama ár kvæntist Hinrik Catherine Howard. Árið eftir fóru af stað sögur um framhjáhald Catherine sem hún játaði og var því tekin af lífi árið 1542.

Hinrik kvæntist sinni síðustu eiginkonu árið 1543, Catherine Parr, sem hann var kvæntur þar til hann lést árið 1547. Játvarður, sonur hans og Jane Seymour, tók við krúnunni af Hinrik, sem Játvarður 6. Englandskonungur.

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Hinrik 7.
Konungur Englands
(1509 – 1547)
Eftirmaður:
Játvarður 6.
Fyrirrennari:
Hinrik 7.
Konungur Írlands
(1509 – 1547)
Eftirmaður:
Játvarður 6.


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.