Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Hinrik 7. Englandskonungur

(Endurbeint frá Hinrik 7.)

Hinrik 7. (28. janúar 145721. apríl 1509), var konungur Englands og lávarður af Írlandi á árunum 14851509. Hann var fyrsti konungurinn af Tudorættinni.

Hinrik 7, konungar Englands og lávarður af Írlandi.

Hinrik var sonur Edmund Tudor og lafði Margrétar Beaufort, sem var aðeins þrettán ára þegar hún fæddi einkason sinn og þá þegar orðin ekkja því að Edmund, sem var stuðningsmaður Hinriks 6. af Lancaster-ætt, dó í fangelsi tveimur mánuðum fyrir fæðingu hans. Hinrik ólst að mestu leyti upp hjá föðurfjölskyldu sinni í Wales og þegar Játvarður 4. af York-ættinni varð konungur árið 1471, flúði Hinrik til Frakklands þar sem hann var að mestu leyti næstu fjórtán árin.

Árið 1485 sneri Hinrik aftur til Englands en þá var Ríkharður 3. af York-ættinni, bróðir Játvarðar 4., konungur Englands. Hinrik batt enda á Rósastríðið þegar hann varð konungur eftir að hafa sigrað her Ríkharðs 3. í bardaganum við Bosworth þar sem Ríkharður féll.

Hinrik giftist Elísabetu af York dóttur Játvarðs 4. árið 1486. Með hjónabandinu má segja að ættirnar tvær hafi verið sameinaðar og þar með dró mjög úr líkum á frekari átökum. Elsti sonur þeirra, Arthúr, fæddist árið 1486 og fékk hann titilinn prinsinn af Wales þar sem hann átti að taka við krúnunni af föður sínum. Arthúr dó hins vegar skyndilega árið 1502 og því varð næstelsti sonur Hinriks, sem einnig hét Hinrik, erfingi krúnunnar.

Hinrik vildi halda góðum tengslum við Spán, sem þá var að sameinast í eitt ríki, og í því skyni hafði hann gift Arthúr son sinn Katrínu af Aragóníu. Eftir lát Arthúrs vildi hann viðhalda þessum tengslum og eftir lát Arthúrs fékk hann leyfisbréf frá Júlíusi II páfa fyrir giftingu Katrínar og Hinriks sonar síns, en slíkt hjónaband var annars óheimilt samkvæmt reglum kaþólsku kirkjunnar. Og eftir að Elísabet kona Hinriks lést af barnsförum 1503 fékk hann einnig undanþágu til að giftast Katrínu sjálfur ef honum sýndist svo. Þá höfðu reyndar aðstæður breyst á Spáni og Hinrik fékk bakþanka og sló ákvörðunum um giftingu Katrínar á frest, enda var Hinrik prins aðeins tólf ára.

Sjálfur hafði Hinrik 7. einhvern hug á að giftast aftur og sendi meðal annars fulltrúa sína til Napólí árið 1505 til að meta Jóhönnu ekkjudrottningu þar sem hugsanlega drottningu Englands en ekkert varð þó úr neinu og Hinrik dó úr berklum 21. apríl 1509. Tæpum tveimur mánuðum síðar giftust Hinrik 8. og Katrín.


Fyrirrennari:
Ríkharður 3.
Konungur Englands
(1485 – 1509)
Eftirmaður:
Hinrik 8.
Fyrirrennari:
Ríkharður 3.
Lávarður Írlands
(1485 – 1509)
Eftirmaður:
Hinrik 8.