Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Antoon van Dyck (einnig skrifað Anthonis, Antonio, Anthonie, Anton og Anthony; f. 22. mars 15999. desember 1641) var flæmskur listmálari af Antwerpen-skólanum. Hann er einkum þekktur fyrir mannamyndir sínar af fjölskyldu og hirð Karls 1. Englandskonungs sem höfðu mikil áhrif á málaralist á Bretlandseyjum næstu tvær aldirnar.

Sjálfsmynd með sólblóm

Van Dyck lærði hjá Hendrick van Balen, stofnaði vinnustofu með Jan Brueghel yngri og varð síðar aðalaðstoðarmaður Rubens sem var einn þekktasti listmálari Evrópu þess tíma og hafði mikil áhrif á van Dyck. Árið 1620 fór hann fyrst til Englands að undirlagi Buckinghams hertoga. Þar sá hann verk Tizianos í fyrsta skipti. Ári síðar hélt hann í námsreisu til Ítalíu þar sem hann hélt sig næstu sex árin. 1632 sneri hann aftur til Englands þar sem Karl 1. var að reyna að lokka helstu listamenn Evrópu til hirðar sinnar. Í Englandi sló hann í gegn og varð sérstakur hirðmálari Karls 1. en hann og drottningin Henríetta María sátu vart fyrir hjá neinum öðrum listamanni. Sum verka hans voru gerð í nokkrum eintökum og send sem gjafir til annarra þjóðhöfðingja.

Hann varð enskur borgari 1638 og giftist hirðmey drottningar. Hann lést í London og var grafinn í Gömlu Pálskirkjunni.