22. febrúar
dagsetning
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
22. febrúar er 53. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 312 dagar (313 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1198 - Innósentíus 3. (Lotario dei Conti di Segni) varð páfi.
- 1204 - Níu vikna fasta hófst á síðustu mögulegu dagsetningu sem hún getur hafist á. Þetta mun ekki gerast aftur fyrr en árið 3784.
- 1276 - Innósentíus 5. (Pierre de Tarentaise) var kjörinn páfi.
- 1288 - Nikulás 4. páfi tók við af Honoríusi 4..
- 1452 - Jakob 2. Skotakonungur myrti ásamt mönnum sínum William Douglas, 8. jarl af Douglas.
- 1495 - Karl 8. Frakkakonungur hélt innreið sína í Napólí og gerði tilkall til hásætis ríkisins. Hann var krýndur konungur en tapaði borginni fljótlega aftur og varð að hverfa heim til Frakklands.
- 1550 - Giovanni Maria Ciocchi del Monte varð Júlíus 3. páfi.
- 1632 - Galíleó Galílei færði Ferdínand 2. stórhertoga fyrsta prentaða eintakið af bók sinni, Samræðu um helstu heimskerfin tvö.
- 1680 - Eiturmálið: Catherine Deshayes var brennd á báli á Place de Grève í París fyrir að útvega frönskum hefðarkonum eitur.
- 1784 - William Herschel uppgötvaði stjörnuþokuna NGC 3521.
- 1828 - Friedrich Wöhler framkvæmdi fyrstu lífefnafræðitilraunina og myndaði þvagefni úr ammóníumsýaníði.
- 1903 - Fríkirkjan í Reykjavík var vígð.
- 1925 - Skátafélagið Hraunbúar var stofnað í Hafnarfirði.
- 1938 - Skátafélagið Faxi var stofnað í Vestmannaeyjum.
- 1946 - Skátafélagið Kópar var stofnað í Kópavogi
- 1952 - Þjóðminjasafnshúsið við Suðurgötu í Reykjavík var tekið í notkun.
- 1956 - Elvis Presley komst í fyrsta sinn inn á vinsældarlista með laginu „Heartbreak Hotel“.
- 1972 - Sjö létust í sprengjutilræði IRA í Aldershot í Bretlandi.
- 1979 - Dagblaðið veitti menningarverðlaunin í fyrsta skipti.
- 1979 - Sankti Lúsía fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1982 - Vestur-Afríka fékk aðild að Afríkusambandinu sem leiddi til útgöngu Marokkó tveimur árum síðar.
- 1984 - Snjóflóð féll úr Ólafsvíkurenni á steypustöðina Bjarg.
- 1986 - EDSA-byltingin hófst á Filippseyjum.
- 1986 - Fyrsti sænski gervihnötturinn, Viking, fór á braut um jörðu.
- 1987 - Sýrlandsher hélt inn í Vestur-Beirút í Líbanon.
- 1991 - Sigríður Snævarr varð sendiherra Íslands í Svíþjóð og var fyrst íslenskra kvenna til að gegna slíku embætti.
- 1993 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls vegna átakanna í fyrrum Júgóslavíu.
- 1994 - Bandaríski leyniþjónustumaðurinn Aldrich Ames var ákærður fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna.
- 1997 - Í Roslin í Skotlandi tikynntu genasérfræðingar að þeir hefðu klónað kind sem þeir nefndu Dollý.
- 2002 - Skæruliðaforinginn Jonas Savimbi lést í átökum við stjórnarher Angóla.
- 2002 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Samkomulag milli stjórnarinnar og Tamíltígra var undirritað.
- 2005 - Rúmlega 500 manns létu lífið og yfir 1000 slösuðust í jarðskjálfta í suðurhluta Írans. Skjálftinn mældist 6,4 á Richterskvarða.
- 2006 - Að minnsta kosti sex menn rændu eina af miðstöðvum Securitas í Tonbridge í Kent. Stálu þeir rúmum 52 milljónum punda.
- 2006 - Milljarðasta lagið seldist á Apple iTunes.
- 2006 - Yfir 50 létust þegar kristinn múgur réðist á múslima í Ontisha í Nígeríu.
- 2006 - Al Askari-moskan í Samarra í Írak var eyðilögð með tveimur sprengjum.
- 2008 - Bankinn Northern Rock var þjóðnýttur af bresku ríkisstjórninni.
- 2008 - 10.000 tyrkneskir hermenn réðust inn í Íraska Kúrdistan til að berjast gegn skæruliðum Verkamannaflokks Kúrdistan.
- 2011 - Tugir manna létust eftir að jarðskjálfti í Christchurch í Nýja-Sjálandi upp á 6,3 á Richter olli miklum skemmdum.
- 2011 - Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 20% vegna óvissuástands í Líbýu.
- 2014 - Úkraínska þingið vísaði Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins, úr embætti og skipaði Olexander Túrtsínov nýjan forseta í kjölfar mannskæðra mótmæla í Kíev.
- 2014 - Matteo Renzi tók við embætti sem forsætisráðherra Ítalíu.
- 2014 - Ísland dró aðildarumsókn sína að Evrópusambandinu til baka.
- 2017 - NASA sagði frá því að sjö reikistjörnur hefðu fundist í gullbrárbelti rauða dvergsins TRAPPIST-1.
- 2021 - Sendiherra Ítala, Luca Attanasio, var myrtur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
- 2022 – Stríð Rússlands og Úkraínu: Vladímír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði Alþýðulýðveldanna Donetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu og sendi rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að sinna „friðargæslu“.
Fædd
breyta- 1403 - Karl 7. Frakkakonungur (d. 1461).
- 1631 - Peder Syv, danskur þjóðsagnasafnari (d. 1702).
- 1732 - George Washington, forseti Bandaríkjanna (d. 1799).
- 1761 - Erik Tulindberg, finnskt tónskáld (d. 1814).
- 1788 - Arthur Schopenhauer, þýskur heimspekingur (d. 1860).
- 1810 - Fryderyk Chopin, pólskur píanóleikari og tónskáld (d. 1849). Fæðingardagur hans er á reiki, 1. mars er einnig nefndur.
- 1857 - Robert Baden-Powell, breskur barón, herforingi og stofnandi skátahreyfingarinnar (d. 1941).
- 1864 - Jakob Jakobsen, færeyskur málfræðingur (d. 1918).
- 1879 - Johannes Nicolaus Brønsted, danskur efnafræðingur (d. 1947).
- 1889 - Olave St Clair Soames, kona Baden-Powells, barónessa, og stofnandi kvenskátahreyfingarinnar.
- 1892 - Edna St. Vincent Millay, bandarískt ljóðskáld (d. 1950).
- 1894 - Ragnar E. Kvaran, íslenskur prestur (d. 1939).
- 1899 - George O'Hara, bandarískur leikari (d. 1966).
- 1900 - Luis Buñuel, spænskur kvikmyndaleikstjóri (d. 1983).
- 1903 - Frank Plumpton Ramsey, breskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur (d. 1930).
- 1914 - Renato Dulbecco, ítalskur veirufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 2012).
- 1921 - Jean-Bédel Bokassa, fyrrum forseti Mið-Afríkulýðveldisins (d. 1996).
- 1926 - Kenneth Williams, breskur leikari (d. 1988).
- 1932 - Ted Kennedy, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2009).
- 1943 - Horst Köhler, forseti Þýskalands.
- 1947 - Jóhann G. Jóhannsson, íslenskur tónlistarmaður (d. 2013).
- 1949 - Niki Lauda, austurrískur kappakstursökumaður.
- 1958 - Kais Saied, forseti Túnis.
- 1959 - Kyle MacLachlan, bandarískur leikari.
- 1962 - Steve Irwin, ástralskur dýrafræðingur og sjónvarpsmaður (The Crocodile Hunter) (d. 2006).
- 1963 - Vijay Singh, fídjískur golfmaður.
- 1969 - Hugo López-Gatell Ramírez, mexíkóskur sóttvarnalæknir.
- 1970 - Erlendur Eiríksson, íslenskur leikari.
- 1974 - James Blunt, enskur tónlistarmaður.
- 1975 - Drew Barrymore, bandarísk leikkona.
- 1983 - Ragna Ingólfsdóttir, íslenskur badmintonleikari.
- 1991 - Robin Stjernberg, sænskur söngvari.
- 1999 - Katrín Lea Elenudóttir, íslensk fyrirsæta.
Dáin
breyta- 607 - Sabiníanus páfi.
- 1210 - Guðmundur gríss Ámundason, allsherjargoði og prestur á Þingvöllum.
- 1371 - Davíð 2. Skotakonungur (f. 1324).
- 1512 - Amerigo Vespucci, ítalskur landkönnuður (f. 1454).
- 1636 - Sanctorius, ítalskur læknir (f. 1561).
- 1690 - Charles Le Brun, franskur listamaður (f. 1619).
- 1797 - Münchhausen barón, þýskur herforingi og ævintýramaður (f. 1720).
- 1913 - Ferdinand de Saussure, svissneskur málfræðingur (f. 1857).
- 1942 - Stefan Zweig, austurrískur rithöfundur (f. 1881).
- 1943 - Sophie Scholl, þýskur aðgerðasinni (f. 1921).
- 1949 - Félix d'Herelle, kanadískur örverufræðingur (f. 1873).
- 1987 - Andy Warhol, bandarískur listamaður (f. 1928).
- 1999 - Ólafur Björnsson, íslenskur hagfræðingur (f. 1912).