Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Upanishad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Upanishad eru álitnir hluti Vedaritanna og þar af leiðandi hluti af megin ritunum hindúismans. Heimspeki, hugleiðsla og náttúra Guðs er rædd í Upanishad. Urðu til á bilinu 750-500 f.Kr. Þau sýna þróun frá goðsagnakenndri heimsmynd Veda-bókanna til flóknari speki. Dulspeki um helgisiði og stöðu mannsins í heiminum. Hneigð til meinlætalifnaðar, strangs sjálfsaga og sjálfsafneitunar, íhugunar og háttbundinna fórna. Hugmyndir Indverja beindust síður að skapara heimsins en að sífellt endurtekinni hringrás hans.

  Þessi menningargrein sem tengist trúarbrögðum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.