Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Trans fólk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni trans fólks var kynntur til sögunnar árið 2000.

Trans fólk[1] eru þau sem hafa annað kynhlutverk og kynframsetningu í samfélaginu en þau gerðu í æsku. Í vestrænum samfélögum og víðar er aðalniðurflokkun mannfólks niður í karla og konur. Sá sem áður flokkaðist sem kona en flokkar sig nú sem karl kallast trans maður, sú sem áður flokkaðist sem karl en flokkar sig nú sem konu kallast trans kona.

Orðið trans er latína og merkir „þversum, handan megin við, á hinni hliðinni“[2] og er þar með vísun í að einstaklingur sé á annarri hlið í framsetningu kyns síns. Íslenskanir á orðinu hafa ekki náð mikilli útbreiðslu. Orðið „kynskiptingur“ var áður notað, en það þykir úrelt í dag.

Margt trans fólk upplifir vanlíðan í sínu fyrra kynhlutverki eða með líkama sinn, og sækjast sumir eftir hormónameðferð, skurðaðgerðum, eða sálfræðiaðstoð.[3]

Á bilinu 0,3% til 0,6% einstaklinga skilgreina sig sem trans, eða einn af hverjum 200, samkvæmt bandarískri könnun frá 2016.[4][5][6][7]

Það að vera trans er óháð kynhneigð.[8]

Heilbrigðisþjónusta

[breyta | breyta frumkóða]

Sálfræðimeðferð

[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem margt trans fólk upplifir vanlíðan með kynhlutverk sitt, líkama sinn, eða samfélagslega fordóma getur sálfræðimeðferð verið til bóta fyrir fólk.[9]

Hormónameðferð

[breyta | breyta frumkóða]

Mögulegt er að auka á kyneinkenni einstaklings með hormónameðferð þar sem ýmist eru gefin karl- eða kvenhormón. Karlhormónið testósterón eykur skeggvöxt, eykur vöðva, og dýpkar rödd. Kvenhormónin estrógen og prógesterón minnka skeggvöxt og láta fitu safnast fyrir á brjóstum og mjöðmum. Notkun hormóna getur haft í för með sér óæskilegar aukaverkanir, en þar sem ávinningurinn getur verið mikill og hægt er að draga úr vanlíðan fólks er stundum mælt með notkun þeirra.[10]

Hægt er að nota hormónahemla (hormónablokkera) fyrir börn með kynama, hemlarnir koma í veg fyrir að einstaklingur fari á kynþroskaskeiðið og gefur honum þá aukalegan tíma og val til að ákvarða hvort kynhlutverk hann vill uppfylla. Í þokkabót valda hormónahemlar beinþynningu.[10][11]

Skurðaðgerðir

[breyta | breyta frumkóða]

Líkt og hormónameðferð geta skurðaðgerðir aukið eða breytt kyneinkennum einstaklings og er hlutverk þeirra að draga úr vanlíðan einstaklingsins. Með kynleiðréttingaraðgerð er hægt að skapa eftirlíkingu typpis eða píku, fjarlægja brjóst eða bæta við brjóstum, og kvengera andlit með því að draga úr skörpum hornum. Ekki eru allir sem velja þessa leið þar sem aðgerðir eru aldrei áhættulausar, sumum þykir ekki eftirsóknarvert að fara í aðgerð á eigin kynfærum, eða þá að fólk er hreinlega þokkalega sátt með eigin líkama.[10]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. "Trans fólk" er ritað í tveimur orðum“. Sótt 3 2022.
  2. Trans-. Etymonline.
  3. Victoria Maizes, Integrative Women's Health (2015, ISBN 0190214805), page 745: "Many transgender people experience gender dysphoria—distress that results from the discordance of biological sex and experienced gender (American Psychiatric Association, 2013). Treatment for gender dysphoria, considered to be highly effective, includes physical, medical, and/or surgical treatments [...] some [transgender people] may not choose to transition at all."
  4. Steinmetz, Katy (30. júní 2016). „1.4 Million Americans Identify as Transgender, Study Finds“. Time. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2016. Sótt 30. júní 2016.
  5. „How Many Adults Identify as Transgender in the United States“ (PDF). The Williams Institute. júní 2016. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 18. júlí 2016. Sótt 25. ágúst 2016.
  6. Crissman, Halley P.; Berger, Mitchell B.; Graham, Louis F.; Dalton, Vanessa K. (2016). „Transgender Demographics: A Household Probability Sample of US Adults, 2014“. American Journal of Public Health. 107 (2): 213–215. doi:10.2105/AJPH.2016.303571. PMC 5227939. PMID 27997239.
  7. About 1 in 189 US Americans Identify as Transgender MedicalResearch.com report Dec 2016 Geymt 3 janúar 2017 í Wayback Machine
  8. „Sexual orientation, homosexuality and bisexuality“. American Psychological Association. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2013. Sótt 10. ágúst 2013.
  9. Brown, M.L. & Rounsley, C.A. (1996) True Selves: Understanding Transsexualism – For Families, Friends, Coworkers, and Helping Professionals Jossey-Bass: San Francisco ISBN 0-7879-6702-5
  10. 10,0 10,1 10,2 Coleman, E.; Bockting, W.; Botzer, M.; Cohen-Kettenis, P.; DeCuypere, G.; Feldman, J.; Fraser, L.; Green, J.; Knudson, G. (1. ágúst 2012). „Standards of Care for the Health of Transsexual, Transgender, and Gender-Nonconforming People, Version 7“. International Journal of Transgenderism. 13 (4): 165–232. doi:10.1080/15532739.2011.700873. ISSN 1553-2739.
  11. Radix, Anita; Silva, Manel. „Beyond the Guidelines: Challenges, Controversies, and Unanswered Questions“. Pediatric Annals. 43 (6): e145–e150. doi:10.3928/00904481-20140522-10. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júní 2018. Sótt 22. mars 2021.