Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

The Devil Wears Prada (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Devil Wears Prada
LeikstjóriDavid Frankel
HandritshöfundurAline Brosh McKenna
FramleiðandiWendy Finerman
Karen Rosenfelt
Leikarar
KvikmyndagerðFlorian Ballhaus
TónlistTheodore Shapiro
Dreifiaðili20th Century Fox
FrumsýningFáni Bandaríkjana 30. júní 2006
Fáni Íslands 13. október 2006
Lengd109 mín.
LandBandaríkin
Tungumálenska
Ráðstöfunarfé35 milljónir bandaríkjadala

The Devil Wears Prada (íslenskt heiti: Djöfullinn gengur í Prada) er bandarísk gaman- og dramamynd sem kom út árið 2006. Hún er lauslega byggð á samnefndri bók eftir Lauren Weisberger sem gefin var út árið 2003. Í myndinni leikur Anne Hathaway persónuna Andy Sachs, nýútskrifaður nemandi sem flytur til New York og fær sér vinnu sem aðstoðarmaður tískuritstjórans Miranda Priestley, sem Meryl Streep leikur. Emily Blunt og Stanley Tucci eru í öðrum aðalhlutverkum, sem aðstoðamaður Miröndu Emily Charlton og listrænn stjórnandi Nigel. Adrian Grenier, Simon Baker og Tracie Thoms öll gegna öðrum mikilvægum hlutverkum. Wendy Finerman framleiddi myndina og David Frankel var leikstjóri. 20th Century Fox var drefingaraðili.

Leikur Meryl Streep var viðurkenndur víða og fékk hún margar tilnefningar til verðlauna, þar á meðal fjórtándu tilnefningu sína til Óskarsverðlauna og einnig tilnefningu til Golden Globe. Emily Blunt fékk líka allmargar tilnefningar til verðlauna, auk margra þeirra sem tóku þátt í framleiðslu myndarinnar. Þó að myndin væri töluvert gagnrýnd tók almenningur vel á móti henni. Hún var árangursrík sumarmynd sem kom út 30. júní í Bandaríkjunum. Velgengni myndarinnar hélt áfram í öðrum löndum í október sama ár. Í desember gekk útgáfa The Devil Wears Prada á DVD mjög vel í Bandaríkjunum. Heildartekjur myndarinnar urðu yfir 300 milljónir bandaríkjadala.

Þó að myndin eigi sér stað í tískuveröldinni vildu margir hönnuðir og aðrir sem vinna í iðnaðnum ekki taka þátt í myndinni út af því að þeir vildu ekki misbjóða henni Anna Wintour, ritstjóra Vogue. Talið er að hún hafi verið innblástur persónunnar Miranda Priestley. En margir hönnuðir létu fötin sín vera notuð í myndinni og þannig var hún meðal þeirra kvikmynda með dýrasta búningi allra tíða. Síðar snérist Wintour hugur um myndina og sagðist sér hafa fundist hún skemmtileg og líkaði vel við leik hennar Streeps.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Andrea „Andy“ Sachs (Anne Hathaway) er duglegur blaðmaður sem er nýútskrifaður úr Northwestern-háskóla. Þó að henni finnist tískuiðnaðurinn grunnhygginn fær hún „vinnuna sem milljónir stelpur myndu deyja til að fá“: sem aðstoðarmaður hennar Miröndu Priestley (Meryl Streep), ískaldur ritstjóri tískutímaritsins Runway. Andy verður að þola skrýtnu meðhöndlun hennar af sér svo að hún geti fengið sér vinnu sem blaðmaður hjá öðru tímariti. Fyrst gengur henni ekki vel í vinnunni og hún blandar ekki vel við vinnufélagana sína.

Meðan Andy er á veitingarstað með föður sínum sem kom til New York í heimsókn til hennar hringir Miranda í hana: flugvellirnir í Flórídu þar sem hún er eru allir lokaðir vegna fellibyls en hún þarf að koma heim og biður Andy um að koma henni heim einhvern veginn. Andy reynir að bóka Miröndu flug hjá öllum flugfélögunum en það er ekkert flug vegna veðurs. Þegar Miröndu tekst að komast aftur til New York segir hún Andy frá því að hún hafi valdað sér fleira vonbrigðum en allir hinir aðstoðarmenn sem hún hefur ráð í vinnu áður.

Andy á samtal við listrænan stjórnanda Runway Nigel (Stanley Tucci) sem gefur annað sjónarhorn á Miröndu, verki hennar og tískuiðnaðnum. Andy ákveður að breyta sér og smám saman lærir hún hlutverk sitt og byrjar að klæða sig öðruvísi. Með tíð og tíma byrjar hún að vanrækja einkalíf sitt fyrir vinnu. Miranda tekur eftir þessum breytingum í Andy og gefur henni nýtt verkefni: að bera „Bókina“ (drög af öllu sem verður í næstu útgáfu Runway) út til raðhússins síns við Upper East Side. Því miður leika dætur Miröndu á henni og hún fer upp á efri hæð þar sem hún sér Miröndu og manninn hennar rífast. Í sjokki missir hún bókina niður og flýtur sér út úr húsinu.

Miranda refsar Andy með því að gefa henni ómögulegt verkefni: að fá óútgefna handritið fyrir næstu Harry Potter bókina handa dætrum sínum svo að þær getu lesið það í lestinni. Andy fer að láta af störfum þegar Christian Thompson (Simon Baker), frægur höfundur og kunningi hennar Andyjar hringir í hana og lætur hana vita að hann hafa fengið handritið. Andy kemur með eintak til Miröndu, sem er orðlaus. Hún heldur vinnunni sinni sem valdar manninum sínum vonbrigðum.

Þegar að Emily verður veik biður Miranda Andy um að fara með sér og Emily í hjálparstofnunarveislu þar sem aðstoðarkonurnar tvær þykjast vera gestir. Í rauninni eru þær að gefa Miröndu upplýsingar um þá sem hún er að tala við. Í veislunni bjargar Andy henni Emily þegar hún gleymir einu nafnanna. Þar hittir hún Jacqueline Follet, ritsjóra frönsku útgáfu Runway og afþakkar tilboð frá Christian fyrir tækifæri að hitta frægan útgefanda. Meðan hún er í veislunni missir hún af afmælisveislu mannsins síns Nate (Adrian Grenier).

Eitt kvöld þegar að Andy er að bera bókina út til Miröndu lætur hún hana Andy vita að hún vill ekki að Emily komir til Parísar í viðskiptaferð. Þá hikar Andy af því Emily hefur verið að hæla sér af Parísarferðinni í nokkra mánuði. Miranda segir Andy að ef hún ákveður að afþakkar boðið þá gerir hún ráð fyrir að Andy sé ekki alvara um vinnuna sína hjá Runway eða öðrum tímaritum. Andy á engra kosta völ en að taka boðinu. Daginn eftir biður Miranda Andy um að segja Emily frá því að hún fari ekki til Parísar sem er á leiðinni aftur í skrifstofuna. Rétt þegar Andy fer að segja Emily frá því keyrir leigubíll á hana. Síðdegis þann dag lætur hún Christian kissa hana á kinninni sem vinkonan sín Lily sér. Lily segir Andy að tala við manninn sinn um að hún er að fara til Parísar. Hún gerir það og þá hætta þau saman.

Í París fer Andy í tískusýningar og hittir tískuhönnuðinn Garavani Valentino. Miranda kynnir hana sem „nýja Emily“. Eitt kvöld kemur Andy í herbergi Miröndu þar sem hún sér hana að gráta í baðsloppi. Þegar hún er að skapa sætaskipan opnar Miranda sig og segja Andy að maðurinn sinn sé að skilja sér en að helstu áhyggjur sem hún hefur um dætur sína. Síðar kemst Andy að því að Nigel hefur fengið nýtt starf sem sköpunarstjóri nýs tískufyrirtækis. Andy fer í kvöldmat með Christian sem áttar sig á að hún sé einhleyp. Eftir nokkur vínglös sefur hún hjá honum.

Morguninn eftir í hótelherbergi Christians þegar að hún er að fara í föt kemst Andy að því að eigandi Runway ætlar að skipta Miröndu út með Jacqueline Follet. Andy flýtur sér til Miröndu og ætlar að segja henni frá því. Þegar hún lætur Miröndu vita virðist henni að vera alveg sama. Í hádegismat fyrir tískuhönnuðinn James Holt tilkynnir Miranda að Jacqueline verður nýji sköpunarstjóri fyrirtækisins sem kemur Nigel og Andy á óvart.

Á leiðinni í aðra sýningu segist Miranda hafa alltaf vitað um áætlunina að losna við sig og segir Andy að hún hafi verið búin að finna valkost fyrir Jacqueline. Þá ræður hún „listann“, það er listi yfir alla sem höfðu lofað að fylgja henni ef hún ákveður að hætta hjá Runway. Eigandi Runway gerði sér grein fyrir að án þessa fólks væri tímaritið dauðadæmt. Miranda segist hafa verið ánægð með því að Andy hafði verið svo trygg og segir að hún sjái mikið að sjálfri sér í henni. Andy segist geta aldrei gert við einhvern það sem Miranda hafði gert við Nigel. Miranda svarar að hún hafi ennþá gert það þegar hún ákvað að koma til Parísar í stað fyrir Emily. Miranda segir að það verði að velja svona kosti til þess að fá lífið eins og hún hefur fengið. Þegar þær eru komnar í sýningunni fer Andy út af bílnum og kastar farsímanum sínum inn í gosbrunn á Place de la Concorde.

Þegar hún kemur aftur til New York hittist hún manninn sinn í morgunmat. Hann hefur tekið boði í vinnu sem kokkur á veitingarstað í Boston. Andy verður vonsvikin en henni snýst hugur þegar hann segir henni að þau getu fundið lausn á þessu. Þá fer Andy í viðtal í vinnu sem blaðmaður. Viðtalsmaðurinn segir að Miranda hafi sagt sér að Andy hefur verið stærsta vonbrigðið hennar og að ef hann ákveður ekki að ráða henni í vinnu þá sé hann asni. Þá hringir Andy í Emily og ákveður að gefa henni öll fötin sem hún fékk í París. Eftir símtalið sér Andy Miröndu fara inn í bílinn hennar. Miranda lítur á henni en þykist að þær þekkjast ekki. Þegar hún er komin í bílnum brosar hún áður en að skipa ökumanninum sínum að keyra.

Leikari Hlutverk
Anne Hathaway Andrea „Andy“ Sachs
Meryl Streep Miranda Priestly
Emily Blunt Emily Charlton
Stanley Tucci Nigel
Simon Baker Christian Thompson
Adrian Grenier Nate Cooper
Tracie Thoms Lily
Rich Sommer Doug
Daniel Sunjata James Holt
David Marshall Grant Richard Sachs
Tibor Feldman Irv Ravitz

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]
Anne Hathaway að taka upp atriði í miðbæ New York borgar

Tökur átti sér stað á 57 daga tímabili í New York og París og hófust í október 2005 og luku í desember. Myndin kostaði rúmlegar 35 milljónir bandaríkjadala að búa til.

Meryl Streep ákvað að nota ekki breskan hreim í leik sínum til þess að vera ekki eins og eftirherma af Wintour. Hún sagði í viðtali að henni fannst það gera það ómögulegt fyrir hana að þróa karakterinn ef að hún væri bara að leika Wintour og fannst það gera hlutverk hennar of takmarkað. Leikstjóri myndarinnar David Frankel sagði að honum fannst þetta vera rétt stefna og ákvað einnig að láta Meryl líta út öðruvísi en Wintour svo að þær tvær yrðu ekki alveg eins. Streep hafði lesið nokkrar bækur um Wintour sem að höfðu verið skrifaðar af bæði fyrrverandi vinnufélugum og skjólstæðingum til þess að afla upplýsingum um hana til þess að geta leikið hana.

Anne Hathaway æfði sig fyrir hlutverk sitt með því að gerast einkaritari uppboðshaldara í eina viku. Hathaway var víst skelfingu lostin áður en að tökur á fyrsta atriðinu hennar með Streep hófust enda var hún að fara að leika á móti átrúnaðargoði sínu. Meryl sagði við hana þegar að þær hittust „Mér finnst þú vera frábær í þessa mynd og ég er svo glöð að við fáum að vinna saman“ áður en að þau byrjuðu að taka atriðið en varaði hana við að það var eina góði hluturinn sem að hún myndi segja við hana á næsta klukkutímanum út af því að karakter hennar var svo mikill harðjaxl.