Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Tasiilaq

Hnit: 65°36′40″N 37°50′50″V / 65.61111°N 37.84722°V / 65.61111; -37.84722
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

65°36′40″N 37°50′50″V / 65.61111°N 37.84722°V / 65.61111; -37.84722

Tasiilaq.
Tasiilaq í júní 2009.
Ströndin norðan við Tasiilaq

Tasiilaq er stærsti þéttbýlisstaður á Austur-Grænlandi. Íbúafjöldi var árið 2013 um 2017 manns. Tasiilaq er aðalþéttbýliskjarni í byggðarlaginu Ammassalik og annað tveggja þorpa á 3000 km langri austurströnd Grænlands. Þorpið var áður nefnt Ammassalik en það nafn er nú einungis notað um byggðarlagið allt. Á grænlensku þýðir nafnið „þorpið við fjörðinn sem er eins og stöðuvatn“.

Þorpið er mjög einangrað, yfir veturinn er einungis hægt að komast þangað með þyrlu, hundasleða eða snjósleða. Frá júlí fram í nóvember kemur farskip um það bil fjórum sinnum með nauðsynjar.

Tasiilaq ber enn merki upphaflegrar menningar og lífskjara. Íbúar lifa einkum af veiðum og þjónustu. Rúm hundrað ár eru frá því að fyrstu Evrópumennirnir komu á svæðið, byggðu hús og stofnuðu þorpið.

Fólk hefur nýlega flust frá smærri, nálægum byggðum til Tasiilaq og hefur sú fjölgun valdið atvinnuleysi (sem var um 30% árið 2016) og húsnæðisskorti.[1]

Flugfélag Íslands flýgur frá Reykjavík til Kulusuk allt árið. Frá Kulusuk er um það bil 15 mínútna þyrluflug til Tasiilaq.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Yfirfullur bær á austur-Grænlandi Rúv. Skoðað 18. jan, 2016.