Tamning
Útlit
Tamning er það að venja dýr eða jurt við umsjón mannsins. Yfirleitt kemur ræktun við sögu, þar sem þau dýr eru valin til undaneldis, sem best láta að stjórn.
Ástæður tamningar eru margbreytilegar en þar á meðal eru fæðuöryggi og verðmæti afurða, svo sem ullar og skinns, auk þess sem húsdýr gagnast manninum á margvíslegan hátt, þar á meðal í hernaði og í vinnu. Enn fremur hafa menn félagsskap af gæludýrum.