Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Wojciech Jaruzelski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wojciech Jaruzelski (1968)

Wojciech Jaruzelski (6. júlí 192325. maí 2014) var pólskur herforingi og stjórnmálamaður. Hann var aðalritari sameinaða pólska verkamannaflokksins frá 1981 til 1989 og sem slíkur síðasti leiðtogi Alþýðulýðveldisins Póllands. Hann var einnig forsætisráðherra Póllands frá 1981 til 1985 og þjóðhöfðingi landsins frá 1985 til 1990 (með titilinn formaður ríkisráðsins frá 1985 til 1989 og forseti frá 1989 til 1990). Hann var líka síðasti yfirhershöfðingi pólska alþýðuhersins. Hann sagði af sér í kjölfar pólsku hringborðssamþykktarinnar 1989 sem leiddi til lýðræðislegra kosninga í landinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.