Sígaretta
Útlit
Sígaretta eða vindlingur er skorið tóbak sem er vafið inn í pappír og reykt. Nú til dags er mjög algengt að sígarettur hafi síu í munnstykkinu. Sígarettur innihalda nikótín sem er ávanabindandi auk tjöru og fjölda annarra skaðlegra efna. Talið er að árlega megi rekja dauða fjölda fólks beint til sígarettureykinga.
Talið er að spænskir fátæklingar hafi fundið sígarettuna upp á 18. öld þar eð þeir muldu niður stubbana af vindlum sem efnaðra fólk henti á götuna, vöfðu mylsnunni inn í pappír og reyktu.
Á 19. öld var farið að bæta örlítilli tjöru í pappírinn sem sígarettur eru vafðar úr. Það var gert til þess að bruninn yrði hægari og jafnari, en eykur óhollustu sígarettunnar til muna.[heimild vantar]