Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Rússnesk rúbla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rússnesk rúbla
Российский рубль
1 rúblu mynt Rússneska ríkjasambandsins sem gefin var út 1998, framhlið og bakhlið
LandFáni Rússlands Rússland
Fáni Abkasíu Abkasía
Fáni Suður-Ossetíu Suður-Ossetía
Skiptist í100 kópeka (копейка)
ISO 4217-kóðiRUB
Skammstöfunруб. / р. / коп. / к.
Mynt50 kópekar, 1, 2, 5, 10 rúblur
Seðlar50, 100, 500, 1,000, 5,000 rúblur

Rússnesk rúbla (rússneska: рубль, fleirtala рубли) gjaldmiðill Rússneska ríkjasambandsins, Abkasíu og Suður-Ossetíu (og áður fyrr, Sovétríkjanna og Rússneska keisaraveldisins). Rúblunni er skipt í 100 kópeka (rússneska: копейка, fleirtala копейки). Hvíta-Rússland og Transnistría nota bæði gjaldmiðla af sama nafni.

ISO 4217 gjaldeyriskóði rússnesku rúblunnar er RUB; fyrrverandi kóðinn, RUR, átti við um gildi rússnesku rúblunar fyrir 1998 (1 RUB = 1.000 RUR).

Orðið „rúbla“ á rætur sínar að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Á öldum áður var „rúbla“ silfurmoli, af ákveðinni þyngd, sem skorinn var af stærri silfurhleif. Var þetta rússneskt jafngildi vestur-evrópsks marks, sem notað var á miðöldum sem mælieining silfurs og gulls.

„Kópeki“ dregur hinsvegar nafn sitt af rússneska orðinu копьё (kop'yo) – spjót. Fyrstu kópekamyntirnar voru slegnar af Moskvu furstadæminu eftir hernám Novograds árið 1478. Þær báru skjaldamerki Moskvu, sem er mynd af Heilögum Georg þar sem hann banar dreka með spjóti. Ber rússneskur kópeki þessa sömu mynd enn í dag.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Rússnesk rúbla. Stór myndir af núverandi seðla. Geymt 23 október 2019 í Wayback Machine