Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Storkuberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Storkuberg (basalt), ljósu rákirnar sýna rennslisátt

Storkuberg er bergtegund, sem myndast þegar bergkvika, sem á upptök í möttli jarðar, storknar. Storkuberg skiptist í gosberg, gangberg og djúpberg.

Storkuberg er algengasta bergtegundin í jarðskorpunni, einkum á hafsbotninum þar sem stöðugt flæðir upp kvika á flekaskilum. Ástæða þessa kvikuuppsstreymis er klofnun geislavirkra efna djúpt niðri í möttli sem veldur varmamyndun. Þennan varma þarf jörðin að losa sig við og gerir það m.a. með því að senda heitt, bráðið berg upp á yfirborð þar sem það kólnar og varminn hverfur út í andrúmsloftið.

Gosberg er ríkjandi á Íslandi. Fundist haf 25 tegundir storkubergs á Íslandi. Langalgengastu storkubergtegundir er þóleiít, ólivínþóleiít, gabbró og rýólít. [1]

Helstu tegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Gosberg og gangberg

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


  1. Berg (Náttúrufræðistofnun Íslands)