Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Shunzhi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Shunzhi

Shunzhi (kínverska: 順治帝; pinyin: Shùnzhìdì; mongólska: Eyebeer Zasagch Khaan, 15. mars, 16385. febrúar, 1661) var annar keisari Kingveldisins og sá fyrsti þeirra sem ríkti yfir hinu sögulega Kína frá 1643 til dauðadags. Hann varð keisari fimm ára gamall við lát föður síns Huang Taiji en stjórnin var í höndum tveggja fjárhaldsmanna, Dorgon og Jirgalang, auk móður Shunzhis, keisaraekkjunnar Xiaozhuang. Ári eftir að hann tók við völdum náði her Kingveldisins Beijing á sitt vald og lýsti því yfir að það ríkti yfir Kína sem lögmætur arftaki Mingveldisins. Andspyrna hélt þó áfram til 1662 þegar Zhu Youlang, síðasti keisari Mingveldisins, lést.


Fyrirrennari:
Huang Taiji
Keisari Kína
(1643 – 1661)
Eftirmaður:
Kangxi


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.