Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Sefætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sefætt
Ljósasef (Juncus effusus)
Ljósasef (Juncus effusus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasbálkur (Poales)
Ætt: Sefætt (Juncaceae)
Juss.
Type genus
Juncus
L.
Ættkvíslir

Sefætt (fræðiheiti: Juncaceae) er ætt hálfgrasa í grasbálki. Alls telur ættin 8 ættkvíslir og meira en 400 tegundir, sem hafa heimkynni sín allt frá norðurskauti suður undir miðbaug. Þau vaxa í næringarsnauðum jarðvegi, oft í votlendi þó það sé ekki algilt. Blöðin eru stakstæð og stráið sívalt og holt að innan. Sef hafa slétt, hárlaus blöð en hærur hafa slétt en hærð blöð.