Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (Á ensku: Convention on the Rights of Persons with Disabilities) er þjóðréttarsamningur er fjallar um skyldu aðila samningsins, aðallega ríki og ríkjasambönd, um að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Megináhersla samningsins er að fatlað fólk njóti jafnrar lagalegrar stöðu og mannlegrar reisnar á við ófatlað fólk. Þýðing samningsins yfir á íslensku hefur verið umdeild og er hún þessa stundina í endurskoðun.
Tilefni og forvinnan
[breyta | breyta frumkóða]Sérstakar áhyggjur höfðu sprottið upp um réttindi fatlaðs fólks þar sem sá hópur fólks var jafnan afar fátækur, og jafnvel sá hópur sem væri að jafnaði fátækastur allra fátækra. Upp úr aldamótunum lagði fulltrúi Mexíkó fram tillögu að ályktun Sameinuðu þjóðanna um að saminn yrði sérstakur þjóðréttarsamningur til að bæta rétt þeirra, og var hún svo samþykkt. Fór þá vinnan af stað þar sem meðal annars aðildarríkjunum og alþjóðlegum samtökum fatlaðs fólks var boðið að taka þátt í vinnunni. Eftir nokkrar umferðir var svo skilað heildstæðum drögum.
Gildistaka
[breyta | breyta frumkóða]Samningurinn var tekinn upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þann 13. desember 2006 ásamt einni valfrjálsri bókun og var í kjölfarið opnað fyrir undirritanir þann 30. mars næstkomandi ár. Alls 82 undirritanir fóru fram á opnunardeginum sjálfum, fleiri en á opnunardegi Barnasáttmálans. Bæði hann og valfrjálsa bókunin komu svo til framkvæmda þann 3. maí 2008. Nú liggur fyrir 181 fullgilding á samningnum sjálfum og 96 fullgildingar á valfrjálsu bókuninni[1]. Íslenska ríkið hefur bæði undirritað og fullgilt samninginn sjálfan en eingöngu undirritað valfrjálsu bókunina[2] þrátt fyrir að hafa öðlast heimild til að fullgilda hana í þingsályktun[3].
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ https://treaties.un.org/Pages/ViewDetails.aspx?src=TREATY&mtdsg_no=IV-15&chapter=4&clang=_en þann 15. júní 2020.
- ↑ https://treaties.un.org/Pages/ViewDetails.aspx?src=TREATY&mtdsg_no=IV-15-a&chapter=4&clang=_en þann 15. júní 2020.
- ↑ https://www.althingi.is/altext/145/s/1693.html þann 15. júní 2020.