Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Snæfellsjökull

Hnit: 64°48′32″N 23°46′16″V / 64.80889°N 23.77111°V / 64.80889; -23.77111
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°48′32″N 23°46′16″V / 64.80889°N 23.77111°V / 64.80889; -23.77111

Snæfellsjökull
Snæfellsjökull

Snæfellsjökull (1.446 m) er smár jökull vestast á Snæfellsnesi og sá eini á því. Undir Snæfellsjökli er virk eldstöð (eldkeila) sem hefur myndast við mörg gos, síðast fyrir um 1.750 árum. Rekja má gossögu hans 700 þúsund ár aftur í tímann og flest gosin í toppgígnum hafa ýmist verið sprengigos eða hraungos. Frá ísaldarlokum hefur gosið yfir 20 sinnum í og við jökulinn og voru þrjú gosanna mikill þeytigos, fyrir 8000 árum, 4000 árum og 1750 árum. Háahraun heitir lítil tota af síðast nefnda hrauninu og hylur mestalla suðurhlíð Snæfellsjökuls. Hægt er að sjá fjallið frá Reykjavík, Reykjanesi og stórum hluta Vesturlands á sólríkum dögum.

Flatarmál Snæfellsjökuls er 11 km2 og hann er 1446 m hár en jökullinn minnkaði um helming á síðustu öld.[1] Gígskálin er um 200 m djúp, hæsti hluti jökulsins er suður- og austurbarmur hennar. Hæst bera jökulþúfurnar þrjár; syðst og vestust er Vesturþúfa (1442 m), nokkru norðar og austar Miðþúfa (1446 m) en fyrir norðan og austan hana er Norðurþúfa (1390 m). Frá Reykjavík sjást Miðþúfa og Vesturþúfa. Glöggskyggnir þykjast sjá að jökullinn hafi hopa hratt undanfarin áratug svo að greina megi gígskálina þar sem hún liggur undir jökultoppnum.

Snæfellsjökull er sögusvið bókarinnar Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne, en söguhetjan ferðast að miðju jarðarinnar frá jöklinum. Einnig gerist skáldsagan Kristnihald undir Jökli, eftir Halldór Laxness, á þessum slóðum.

Landafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðgarður

[breyta | breyta frumkóða]

Snæfellsjökull er hluti af þjóðgarðinum Snæfellsjökli sem stofnaður var 28. júní árið 2001.[2] Á 20 ára þjóðgarðsins var hann stækkaður um 9% og er nú 183 ferkílómetrar.

[3]

Nálægir staðir

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.ruv.is/frett/spa-thvi-ad-snaefellsjokull-hverfi-um-arid-2050 Spá því að Snæfellsjökull hverfi um árið 2050
  2. „Reglugerð um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul“. Sótt 13. janúar 2008.
  3. Þjóðgarðurinn S. stækkar á 20 ára afmælinu Rúv, skoðað 28/6 2021



  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.