Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Numa Sadoul

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Numa Sadoul (f. 7. maí 1947) er franskur rithöfundur, leikari og leikstjóri sem er aðallega þekktur fyrir viðtalsbækur sínar með viðtölum við þekkta belgíska og franska myndasöguhöfunda.

Þegar hann var í námi tókst honum að fá viðtal við Hergé og tók upp 14 tíma af viðtölum sem komu út í bókinni Tintin et moi / entretiens avec Hergé árið 1975. Árið 2003 var heimildarmyndin Tinni og ég gerð eftir bókinni.

Hann hefur tekið viðtöl við aðra franska og belgíska myndasöguhöfunda eins og André Franquin, Jacques Tardi, Philippe Vuillemin og Jean Giraud auk þess að skrifa bækur um Gotlib og Uderzo.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.