Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Niðji

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Niðji er ættingi sem er tengdur viðkomandi aðila í beinan legg niður á við. Sem sagt barn aðilans, barnabarn aðilans, barnabarnabarn þess aðila, og svo framvegis. Þau tengsl geta hvort sem er verið líffræðileg eingöngu, lagaleg eingöngu, eða blanda af báðum. Tengslin geta haft mismunandi lagalegar afleiðingar.

Kjörniðji

[breyta | breyta frumkóða]

Kjörniðji er niðji þar sem tengsl komast á með tilstilli ættleiðingar. Mismunandi er eftir réttarsviðum hvort og þá með hvaða hætti lagalegu tengslin við hina ættina verður eftir það.

Stjúpniðji

[breyta | breyta frumkóða]

Stjúpniðji er niðji þar sem tengsl komast á í gegnum stjúpbarn einhvers niðjans. Í erfðarétti hafa þess konar tengsl engin réttaráhrif, en þau hafa einhver slík áhrif í barnarétti ef um er að ræða réttarsamband stjúpbarnsins og stjúpforeldrisins.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.