Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Norman Malcolm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norman Malcolm
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1911 í Selden í Kansas
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverkKnowledge and Certainty; Dreaming and Skepticism; Thought and Knowledge
Helstu kenningarKnowledge and Certainty; Dreaming and Skepticism; Thought and Knowledge
Helstu viðfangsefnimálspeki, hugspeki

Norman Malcolm (1911 í Selden í Kansas1990) var bandarískur heimspekingur.

Malcolm lauk doktorsgráðu frá Harvard-háskóla. Árið 1938 dvaldi hann í Cambridge á Englandi þar sem hann kynntist Ludwig Wittgenstein. Hann sat fyrirlestra Wittgensteins um undirstöður stærðfræðinnar en vinátta hélst milli þeirra æ síðan. Árið 1940 tók þáði hann stöðu við Princeton-háskóla.

Malcolm gegndi herþjónustu á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann var í bandaríska sjóhernum á árunum 1942 til 1945. Að stríðinu loknu þáði hann kennslustöðu við Cornell-háskóla þar sem hann kenndi heimspeki í rúman áratug (1947-1958). Árið 1958 flutti Malcolm til Englands.

Malcolm er þekktur fyrir að halda því fram að heimspeki heilbrigðrar skynsemi og heimspeki hversdagsmáls séu ein og sama spekin. Hann var rammur andstæðingur kenninga G.E. Moores um þekkingu. Malcolm var ekki efahyggjumaður en honum þótti rök Moores gegn efahyggju bæði óskýr og ófullnægjandi.

  • Ludwig Wittgenstein: A Memoir
  • Wittgenstein: A Religious Point Of View?
  • Nothing Is Hidden: Wittgenstein's criticism of his early thought
  • Problems of Mind: Descartes to Wittgenstein
  • Knowledge and Certainty
  • Consciousness and Causality (ásamt D.M. Armstrong)
  • Memory and Mind
  • Dreaming and Skepticism
  • Wittgenstein: The Relation of Language to Instinctive Behaviour
  • Thought and knowledge
  • Wittgensteinian themes (Georg Henrik von Wright (ritstj.))