Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

MMSI

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MMSI (úr ensku: Maritime Mobile Service Identity) eða auðkennisnúmer strandstöðvaþjónustu er einkvæmt auðkenni sem fánaríki úthlutar skipum og öðrum sjóförum sem kallmerki. MMSI-númerið er eins konar alþjóðlegt símanúmer skipsins. Ólíkt IMO-númerum sem eru varanleg einkennisnúmer skipa, er MMSI-númerið veitt tímabundið.

Margs konar fyrirbæri geta fengið MMSI-númer, eins og baujur, strandstöðvar, léttabátar af stærri skipum, sjóflugvélar eða hópur báta. MMSI-númer hafa níu tölur. Fyrsta talan í númerinu gefur til kynna hvaða tegund af fyrirbæri númerið vísar til. Ef um skip er að ræða eru fyrstu þrjár tölurnar sem byrja á 2-7 landsnúmer. Á Íslandi eru fyrstu þrjár tölurnar til dæmis 251.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.