Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Linda Ronstadt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Linda Ronstadt árið 2009.

Linda Maria Ronstadt (f. 15. júlí 1946) er fyrrum bandarísk söngkona er lét af störfum sem slík árið 2011 vegna ofankjarnalömunar (sem hafði á þeim tíma verið misgreint sem Parkinsons) er gerði henni ekki lengur kleift að syngja. Hún hefur þó haldið áfram þátttöku sinni í opinberu lífi að einhverju leyti eftir það, eins og í formi ræðuflutnings og útgáfu sjálfsævisögu sinnar, Simple Dreams: A Musical Memoir. Á ferli sínum söng hún og tók upp margs konar lög, þar á meðal rokk og kántrí. Náðu 38 þeirra á bandaríska Billboard Hot 100 listann.

Meðal verðlauna sem hún hefur öðlast eru 10 Grammy-verðlaun, ein Emmy-verðlaun og ein ALMA-verðlaun.