Leighton Meester
Leighton Meester | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Leighton Marissa Claire Meester 9. apríl 1986 |
Helstu hlutverk | |
Blair Waldorf í Gossip Girl |
Leighton Marissa Meester (fædd 9. apríl 1986) er bandarísk leik- og söngkona. Meester hlaut fyrst athygli fyrir að leika Blair Waldorf í unglingadrama-þættinum Gossip Girl. Hún lék nýlega í kántrí-dramakvikmyndinni Country Strong (2010), hryllingsmyndinni The Roommate (2011) og rómantísku gamanmyndinni Monte Carlo (2011).
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Meester fæddist í Fort Worth, Texas. Hún er dóttir Constance og Douglas Meester og hefur lengst af búið í New York borg og Los Angeles. Eftirnafn Meester er þýðing úr hollensku og þýðir „meistar“ eða „kennari“.
Móðir hennar var í fangelsi eftir að hafa tekið þátt í eiturlyfjahring sem smyglaði maríjúana frá Jamaíka til Bandaríkjanna. Hún fæddi Leighton á spítala og fékk að vera með henni í þrjá mánuði, áður en hún þurfti að snúa aftur í fangelsi til að klára að afplána dóminn, en þá sá amma Leighton um hana. Hún á bróður, Alexander, sem er 8 árum yngri.
Meester segir að foreldrar hennar hafi alið hana upp á eðlilegan hátt, og þrátt fyrir afbrot þeirra í fortíðinni séu þau gott fólk með reynslu sem hafi aðeins gert hana opnari og fordómalausa. „Það kenndi mér að það er ekki hægt að dæma einhvern, sérstaklega foreldra þína, fyrir það sem þeir gerðu í fortíðinni, því fólk breytist.“ Í viðtali við tímaritið Cosmopolitan segir hún að það hefði geta orðið margt verra úr henni. Hún hefur sagt að móðir hennar sé tískufyrirmynd hennar.
Meester ólst upp á Marco Island á Flórída þar sem hún tók þátt í bæjarleikhúsinu og var í kirkjukórnum. Þegar hún var 11 ára fluttu hún og móðir hennar til New York borgar.Meester gekk í Professional Children's skólann og byrjaði að vinna sem fyrirsæta fyrir Ralph Lauren og þáverandi ljósmyndara (nú leikstjóra) Sofiu Coppola. Hún hefur einnig tekið þátt í Limited Too herferðum ásamt leikkonunni Amöndu Seyfried. Meester kom fyrst fram í sjónvarpi sem vinkona fórnarlambs morðs í sjónvarpsþættinum Law & Order. Þegar hún var 14 ára flutti Meester til Los Angeles, Kaliforníu, þar sem hún vildi stöðugri vinnu, og gekk í menntaskólana í Hollywood og í Beverly Hills. Hún skipti síðan yfir í lítinn einkaskóla og útskrifaðist ári fyrr.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leiklist
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að hafa leikið í Alyssu Turner í Law & Order árið 1999, var Meester gestaleikkona í tveimur öðrum þáttaröðum áður en hún fékk stórt hlutverk í Hangman's Curse sem var byggð á metsölubók eftir Frank Peretti. Hún lék einnig í Tarzan sem entist aðeins í 8 þætti. Meester byrjaði þá að landa gestahlutverkum í öðrum þáttaröðum eins og Crossing Jordan, 8 Simple Rules, 7th Heaven, Veronica Mars, 24 og Entourage.
Árið 2005 fékk Leighton hlutverk í þáttaröðinni Surface sem Savannah Bennet. Meester lék í tveimur myndum árið 2006, Flourish og Inside. Hún lék einnig gestahlutverk í Numb3rs og í þremur þáttum af House. Hún fór einnig með gestahlutverk í CSI: Miami og Shark og lék aðalkvenhlutverkið í hryllingsmyndinni Drive-Thru.
Árið 2007 fékk hún hlutverk Blair Waldorf í unglingadramaþættinum Gossip Girl. Þátturinn er byggður á bókaflokki eftir Cecily von Ziegesar og fjallar um líf ungra fordekraðra unglinga í New York. Frammistaða hennar í þáttunum hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, það mesta af leikurum þáttanna og hefur Blair verið lýst sem mest framúrskarandi persónu þáttanna, en hún hefur einnig hlotið mikið lof fyrir fataval sitt. Hún átti í ástarsambandi við meðleikara sinn í Gossip Girl, Sebastian Stan.
Meester birtist í sjónvarpskvikmyndinni The Haunting of Sorority Row og lék hlutverk í Remember the Daze. Hún lék eining í hryllingsmyndinni Killer Movie árið 2008.
Meester fór með lítil hlutverk í gamanmyndunum Date Night (2011) og Going the Distance (2011). Hún lék í dramamyndinni Country Strong (2010) og í hryllingsmyndinni The Roommate (2011). Árið 2011 lék hún ásamt Selenu Gomez og Katie Cassidy í rómantísku gamanmyndinni Monte Carlo sem er lauslega byggð á bók Jules Bass, Headhunters. Hún á að leika í The Uncatchable Cowgirl Bandits of Nottingham, Texas ásamt Amber Heard; í dramamyndinni The Oranges á móti Hugh Laurie; og hún hefur einnig gengið til liðs við leikaralið gamanmyndarinnar That's My Boy ásamt Adams Sandler, Andy Samberg og Milo Ventimiglia.
Tónlist
[breyta | breyta frumkóða]Í apríl 2009 skrifaði Meester undir plötusamning við Universal Republic. Fyrsta opinbera smáskífa Meester, "Somebody to Love", ásamt R&B söngvaranum Robin Thicke fór í spilun 13. október 2009 og kom út á netinu daginn eftir. Meester sagði frá því að Lil Wayne hafði unnið með henni að einu laga hennar, "Make It Rain", sem hefur enn ekki komið út. Önnur smáskífa hennar "Your Love's a Drug" kom út 30. mars 2010.
Meester syngur með Cobra Starship í lagi hans "Good Girls Go Bad", en lagið náði á Topp 10 Billboard Hot 100 listans og náði hæst í 7. sæti, ásamt því að syngja í lagi Stephen Jerzak, "She Said". Hún tók upp sína útgáfu af laginu "Christmas (Baby Please Come Home)" fyrir plötuna A Very Special Christmas. Fyrir kvikmyndina Country Strong tók hún upp ábreiður af laginu "Words I Couldn't Say" með Rascal Flatts ásamt "A Little Bit Stronger" eftir Söru Evans sem eru í myndinni; en hún tók einnig upp lagið "Summer Girl" og dúettinn "Give In To Me" sem hún söng með Garrett Hedlund.
Í október 2010 sagði Meester að hún hafði verið að vinna með hljómsveit sem heitir Check in the Dark og hefði verið að semja lög síðasta hálfa árið eftir að hafa fengið innblástur frá Country Strong: „Ég hef bara verið að skemmta mér og samið frá hjartanu“. Hún sagði frá áhrifavöldum sínum, „Ég elska Neil Young og Joni Mithcell, þess konar tónlist, og ég held að hjarta mitt sé í lagaskrifum“.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Frá 2008 til 2010 átti Meester í ástarsambandi við leikarann Sebastian Stan. Í júlí 2011 höfðuðu Meester og móðir hennar mál gegn hvor annarri vegna fjárhagslegs stuðnings við yngri bróður hennar sem glímir við mörg heilsufarsleg vandamál. Kæra Meester fullyrðir að peningarnir sem hún sendi hafi verið misnotaðir af móður hennar; kæra móður hennar segir að Leighton hafi framið samningsbrot og misnotkun. Í nóvember 2011 lét Constance Meester 3 milljóna dala málsóknina niður falla. Sagt er að Leighton sé að sækja um fullt forræði yfir 17 ára bróður sínum, Alexander, sem hefur glímt við heilsufarsvandamál og gekkst nýlega undir aðgerð á heila.
Hlutverk
[breyta | breyta frumkóða]Kvikvmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
---|---|---|---|
2003 | The Big Wide World of Carl Laemke | Tanni | |
2003 | The Jackalope | Lorraine | |
2003 | The Hangman's Curse | Elisha Springfield | |
2004 | Hollywood Division | Michelle | Sjónvarpskvikmynd |
2006 | Flourish | Lucille "Lucy" Covner | |
2006 | Inside | Josie | |
2007 | Drive Thru | Mackenzie Carpenter | |
2007 | Remember the Daze | Tori | |
2007 | The Haunting of Sorority Row | Samantha Willows | Sjónvarpskvikmynd |
2008 | Killer Movie | Jaynie Hansen | |
2010 | Date Night | Katy | |
2010 | Going the Distance | Amy | |
2010 | Country Strong | Chiles Stanton | |
2011 | The Roommate | Rebecca | |
2011 | Monte Carlo | Meg | |
2011 | The Oranges | Nina Ostroff | |
2012 | That's My Boy | Christina | Áður titluð "I Hate you Dad" |
Sjónvarpsþættir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Sjónvarpsþáttur | Hlutverk | Athugasemd |
---|---|---|---|
1999 | Law & Order | Alyssa Turner | Þátturinn "Disciple" |
2001 | Boston Public | Sarah Breen | Þátturinn "Chapter Twenty-Eight" |
2002 | Once and Again | Amanda | Þáuttrinn "Gardenia" |
2002 | Family Affair | Irene | Þátturinn "No Small Parts" |
2003 | Tarzan | Nicki Porter | Aukahlutverk; 5 þættir |
2004 | Crossing Jordan | Marie Strand | Þátturinn "Missing Pieces" |
2004 | 7th Heaven | Kendall | 2 þættir |
2004 | North Shore | Veronica Farrell | Þátturinn "Pilot" |
2004-2008 | Entourage | Justine Chapin | 3 þættir |
2005 | 24 | Debbie Pendleton | 4 þættir |
2005 | 8 Simple Rules | Nikki Alcott | Þátturinn "After Party" |
2005 | Veronica Mars | Carrie Bishop | 2 þættir |
2005-2006 | Surface | Savannah Barnett | Aukalhutverk; 12 þættir |
2006 | Monster Allergy | Poppy | Þátturinn "House Monster" |
2006 | Secrets of a Small Town | KAyla Rhodes | Þátturinn "Pilot" |
2006 | Numb3rs | Karen Camden | Þátturinn "Dark Matter" |
2006 | House | Ali | 2 þættir |
2007 | CSI: Miami | Heather Crowley | Þátturinn "Broken Home" |
2007 | Shark | Megan | 3 þættir |
2007- | Gossip Girl | Blair Waldorf | Aðalhlutverk |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Leighton Meester“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2012.