Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Lewis (sjónvarpsþættir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kevin Whately sem Lewis rannsóknarlögreglumaður.

Lewis eru breskir sakamálaþættir sem voru upphaflega sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV frá 2006 (prufuþáttur) til 2015. Þættirnir eru framhald af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Morse lögreglufulltrúi sem voru sýndir frá 1987 til 2000. Aðalpersóna þáttanna er Robert Lewis (leikinn af Kevin Whately) sem var aðstoðarmaður Morse í fyrri þáttaröðinni. Í Lewis er hann orðinn rannsóknarlögreglumaður sem fæst við morðmál í Oxford, líkt og fyrirrennari hans, ásamt aðstoðarmanni sínum, James Hathaway (Laurence Fox). Þættirnir eru í fullri lengd (einn og hálfur tími), en í síðustu þremur þáttaröðum var hverjum þætti skipt í tvo 45 mínútna þætti fyrir sýningar í Bretlandi (en ekki í öðrum löndum). Þættirnir eru 33 talsins, nákvæmlega jafnmargir og þættirnir í upphaflegu sjónvarpsþáttaröðinni um Morse. Þeir skiptast í 9 þáttaraðir með 3-4 þætti hver.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.