Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Idlib

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólífulundir í nágrenni Idlib

Idlib er borg í norðvestur Sýrlandi og höfuðborg í samnefndu héraði. Borgin er í 500 metra hæð yfir sjávarmáli og er 59 km suðvestur af borginni Aleppo. Árið 2010 voru borgarbúar um 165 þúsund. Flestir íbúar borgarinnar eru súnnímúslimar en þar er líka kristinn minnihluti. Idlib skiptist í sex héruð en þau eru Ashrafiyeh (fjölmennast), Hittin, Hejaz, miðborg Idlib, Hurriya og al-Qusur.

Idlib er landbúnaðarborg og í borginni er forna borgin Ebla sem var einu sinni höfuðborg í öflugu borgríki.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.