Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Heimskaut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimskaut eru þeir staðir á yfirborði hnattar, til dæmis stjörnu, reikistjörnu eða tungls, þar sem skurðpunktur er við möndul hnattarins. Þessir skurðpunktar eru alltaf tveir og kenndir við norður og suður. Í kringum heimskaut reikistjarna fellur ljós sólstjörnu á yfirborðið með þrengra horni en það gerir nær miðbaug sem veldur meiri dreifingu ljóssins og minni upphitun yfirborðsins. Á þeim reikistjörnum sem hafa talsverðan möndulhalla nýtur sólar mismikið á heimskautunum eftir því hvar á sporbaugi sínum um sólstjörnuna reikistjarnan er stödd. Það veldur árstíðum sem hafa miklar hitasveiflur í för með sér. Í sólkerfinu eru jörðin og Mars bestu dæmin um reikistjörnur þar sem árstíða nýtur við.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]