Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Hamilton (Ontaríó)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Háhýsi í Hamilton.
Dundurn kastali, fyrrum aðsetur forætisráðherra Efra-Kanada.
Kirkja heilags Patreks.

Hamilton er borg í Ontaríó-fylki í Kanada. Borgin er hafnarborg og stendur við Ontaríóvatn á Niagaraskaga. Íbúar voru ca. 520.000 árið 2011 en á stórborgarsvæðinu búa ca. 721.000 manns. Hamilton er nefnd eftir George Hamilton, breskum kaupmanni sem stofnaði borgina árið 1815. Niagarahjallinn liggur í gegnum miðja borgina og skiptir henni í neðra og efra hverfi. Meðal áhugaverðra staða eru: Konunglegi grasagarðurinn, Kanadíska stríðsflugvélasafnið og Mcmaster háskólinn.

Hamilton séð frá Niagarahjallanum.

Fyrirmynd greinarinnar var „Hamilton, Ontario“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. okt. 2016.