Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Hör

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hörklútur.

Hör eða lín er efni sem er unnið úr stráum hörplöntunnar (Linum usitatissimum). Í einu hörstrái eru 30-40 þættir sem eru jafn langir stráinu en hver þáttur er gerður úr mörgum þráðum sem hver er 0,5-7 cm langur. Fínustu hörvörurnar eru gerðar úr löngu þáttum hörstrásins sem geta verið allt að 100 cm að lengd en ódýrari vörur eru gerðar úr stuttu þráðunum sem afgangs verða við framleiðsluna.

Eiginleikar hörs

[breyta | breyta frumkóða]

Hör þolir vel sólarljós. Vatnsdrægni hörs er svipuð og hjá bómull. Hör hrindir frá sér þurrum óhreinindum en blaut óhreinindi setjast í þræðina og skilja eftir sig bletti. Hör er eftirsóttur til fatagerðar í heitari löndum vegna rakadrægni og vegna þess að einangrunargildi er lítið, enda eru þræðirnir vel varmaleiðandi.

Hör er ekki eins slitsterkt efni og bómull. Einnig þolir hann illa þvott og hleypur. Hör hefur þó meira togþol en bómull.