Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Kvöstur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kvöstur (eða stökkkull)
Stökkull í kvastarpontu úr silfri.

Kvöstur[1] (stökkull, vatnsstökkull eða stökkvill; aspergillum á latínu frá sögninni aspergō ‚ég stökkvi‘ eða ‚ég skvetti‘ og smækkunarendingunni -illum) er lítill vöndur sem prestar nota til að stökkva vígðu vatni með til dæmis á sjálfa sig, líkkistu eða heimili sem verið er að blessa. Kvösturinn er til í tveimur mismunandi gerðum. Í fyrsta lagi sem götótt pjáturklót sem er fest við stutt handfang og svo sem nokkurskonar bursti sem er hristur. Skjólan sem helga vatnið er í og kvösturinn fær vatnið úr nefnist kvastarponta (aspersorium eða situla).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Beyging orðsins „kvöstur". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.