Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Krementsjúk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krementsjúk.

Krementsjúk (úkraínska: Кременчу́к) er iðnaðarborg í mið-Úkraínu og er höfuðstaður samnefnds svæðis innan Poltava Oblast. Hún er við fljótið Dnjepr. Íbúar voru um 218.000 árið 2021. Krementsjúk var stofnuð sem virki árið 1571.

Í borginni eru trukka- og lestarvagnaverksmiðjur, olíuhreinsunarstöð og vatnsorkuver. Þar hafa verið verksmiðjur sem varða bíla og lestir frá 1869.

Í innrás Rússa í Úkraínu 2022 gerðu Rússar árásir meðal annars á olíuhreinsistöð og verslunarmiðstöð.