Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Gösun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gösun nefnist það ferli þegar kolefnisríku efni er breytt í efnasmíðagas með því að hvarfa það við súrefni og gufu. Þrýstingur og hitastig gufunnar fer eftir hráefninu sem verið er að gasa og hlutfalli H2 og CO sem sóst er eftir, en algengustu hitastigin eru frá nokkur hundruð °C upp í yfir 1000°C við þrýsting frá rúmlega 1 atm upp í 30 atm. Hægt er að gasa með andrúmslofti í stað hreins súrefnis en þá inniheldur afurðin köfnunarefni, er „óhreinni“ og inniheldur minni orku á þyngdareiningu.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Boyle, Godfrey. (2004). Renewable Energy: Power for a Sustainable Future.

Boyle, Godfrey. (2004). Renewable Energy: Power for a Sustainable Future. New York: Oxford University Press Inc.