Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Fyrirboði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrirboði (teikn, forboði, undanboði eða fyrirfurða) er fyrirbæri eða atburður sem boðar óorðinn hlut, þ.e. veit á eitthvað annað sem á eftir að gerast, oftast í náinni framtíð. Fyrirboði er því einhverskonar spá eða viðvörun um eitthvað sem á eftir að gerast. Þó orðið jarteikn sé notað í sumum norðurlandamálum um fyrirboða, er ekki svo í íslensku.

Fyrirboðar geta verið góðir og slæmir. Talað er um illan fyrirboða um eitthvað sem boðar illt en slíkur fyrirboði er einnig nefndur, illsviti, argspæingur eða váboði.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.