Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Ernst Trygger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ernst Trygger

Ernst Trygger (f. 27. október 1857, d. 23. september 1943) var sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Svíþjóðar 1923-1924. Hann var íhaldsmaður og sá leiðtogi íhaldsmanna á millistríðsárunum sem eina mest bar á. Auk þess að gegna embætti forsætisráðherra var Trygger utanríkisráðherra Svíþjóðar frá 1928-1930.

Trygger sem var lögfræðingur að mennt varð prófessor í lögfræði við Uppsalaháskóla árið 1889. Árið 1898 var Trygger kosinn á þing og sat hann á þingi til 1937. Trygger varð fljótt áberandi á þingi og var einn helsti leiðtogi hægrimanna á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Árið 1909 var hann kosinn leiðtogi íhaldsmanna í neðri deild þingsins og þegar þingflokkur íhaldsmanna, Þjóðarflokkurinn, eða Þjóðarflokks neðri deildar þingsins, (s. Första kammarens nationella parti, Nationella partiet), var myndaður árið 1912 með sameiningu Sameinaða hægriflokksins (s. Förenade högerpartiet) og Miðjuflokks neðri deildar þingsins (s. Första kammarens moderata parti) varð Trygger formaður flokksins. Hann gegndi því embætti frá 1913 til 1923 þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra, og aftur frá 1924 til 1933 þegar hann lét af þingmennsku. Þjóðarflokkurinn sameinaðist Bænda- og borgaraflokknum (s. Lantmanna- och Borgarpartiet) árið 1935 sem mynduðu Hægriflokkinn (s. Högerns riksdagsgrupp). Annar helsti leiðtogi íhaldsmanna á þessum árum var Arvid Lindman, leiðtogi þingflokks íhaldsmanna í efri deild þingsins.

Eftir að önnur ríkisstjórn Hjalmar Branting féll árið 1923 var Trygger falið að mynda minnihlutastjórn. Stjórn Trygger sat fram að kosningum 1924 en þá juku sósíaldemókratar mjög við fylgi sitt og að kosningum loknum myndaði Branting þriðju ríkisstjórn sína.