Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Efsaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sidewise-verðlaunin.

Efsaga er hugleiðing um hvað hefði getað gerst ef atburðir í mannkynssögunni hefðu farið á annan veg. Vinsælar „hvað ef“-hugleiðingar fjalla um seinni heimsstyrjöldina: til dæmis, „Hvað ef Hitler hefði ekki ráðist inn í Sovétríkin?“[1] Í efsögum eiga sér stað sögulegir atburðir, sem fara á annan hátt en gerðist í raun og veru og niðurstaðan verður einhver annar veruleiki.[2][3][4][5] Efsögur eru þannig eins konar blanda af sögulegum skáldskap og vísindaskáldskap. Ein undirgrein efsögunnar notar tímaflakk og hliðarheima sem frásagnarþátt. Þannig verða til ólíkar tímalínur innan sögunnar.[6]

Gríska hugtakið ουχρονία úkrónía „tímaleysi“ er í ýmsum málum notað yfir efsögur.[7]

Frá 1993 hafa Sidewise-verðlaunin verið veitt árlega fyrir bestu efsöguna. Þau eru oftast veitt á ráðstefnunum WorldCon eða NASFiC.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?“. Vísindavefurinn.
  2. „Alternative history“. Collins English Dictionary. Afrit af uppruna á 7. janúar 2016. Sótt 15. janúar 2016.
  3. Brave New Words: The Oxford Dictionary of Science Fiction (Oxford University Press, 2007) notes the preferred usage is "Alternate History", which was coined in 1954; "Alternative History" was first used in 1977, pp. 4–5.
  4. Morton, Alison (2014). „Alternative history (AH/althist) handout“ (PDF). alison-morton.com/. Afrit (PDF) af uppruna á 9. október 2022.
  5. „AH“. The Free Dictionary. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2013. Sótt 2. janúar 2009.
  6. „Allohistory“. World Wide Words. 4. maí 2002. Sótt 25. nóvember 2012.
  7. Schmunk, Robert B. (11. apríl 1991). „Introduction“. Uchronia. Sótt 25. nóvember 2012.