Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Greek

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
GRΣΣK
Einnig þekkt semSkólaklíkur
TegundGaman
Drama
HandritPatrick Sean Smith
KynnirABC Family
LeikararJacob Zachar

Spencer Grammer
James McDorman
Scott Michael Foster
Dilshad Vadsaria
Amber Stevens
Paul James
Clark Duke
Tiffany Dupont (1.-2. þáttaröð)
Upphafsstef„Our Time Now“ - Plain White T's
TónskáldJohn Swihart
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða4
Fjöldi þátta74 (þáttalisti)
Framleiðsla
FramleiðandiCarter Covington
Nellie Nugal
Lengd þáttar43 minútnir
FramleiðslaLloyd Segan
Shawn Piller
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðABC
Myndframsetning480i (SDTV)
720i (HDTV)
Hljóðsetning Dolby 5.1
Sýnt9. júlí 2007 – 7. mars 2011
Tenglar
IMDb tengill

Greek (skrifað til útlitsáhrifa með gríska stafrófinu sem GRΣΣK en Σ er ekki e heldur sigma) eða Skólaklíkur er bandarískur gaman/drama þáttur sem fylgist með lífi stúdenta í Cyrpus-Rhodes háskólanum (CRU), Ohio, sem taka þátt í „grísku húsfélögum“ skólans. Sögusvið þáttarins er að stærstum hluta innan bræðrafélaganna, Kappa Tau Gamma (ΚΤΓ) og Omega Chi Delta (ΩΧΔ) og systrafélagsins Zeta Beta Zeta (ZBZ), en félög þessi eru aðeins til í þáttunum. Þáttarraðirnar hafa kynnt hinar ýmsu persónur og sumar hverjar búa ekki í „grísku húsunum“ en þær eru samt sem áður allar hluti af heildarsöguþræði „Grikkja“.

Þann 19. febrúar 2010 var tilkynnt um að fjórðu og síðstu þáttaröðina sem var frumsýnd þann 3. janúar 2011.

Fjórða og síðasta þáttaröðin af Greek hefur hlotið nafnið: Greek: Síðasta önnin.

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Í apríl 2007 tilkynnti ABC Family áætlun sína um að byrja að sýna Greek í júlí það sumar. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið 9. júlí 2007. Þátturinn gerist í skóla sem svipar til Miami háskólans í Oxford, Ohio þar sem einnig er stórt „grískt“ samfélag. Aðalframleiðandinn, Patrick Sean Smith, sá þáttinn fyrir sér sem eitthvað sem hann vildi virkilega sjá, þegar hann tók eftir því að það vantaði 45 mínútna langa þætti sem fylgdust með gamansömu lífi háskólastúdenta. Hann vitnaði í þætti eins og Grey's Anatomy og Ugly Betty sem voru mjög nálægt því að vera eins og þátturinn sem hann hafði í huga en Smith sá fyrir sér yngri persónur en í fyrrnefndum þáttum. Greek varð dæmi um löngun ABC Family til að breyta ímynd sinni til að ná meiri breidd í áhorfendahóp sinn. Innihald þáttarins er þó ekki talið mjög „fjölskylduvænt“ þar sem þátturinn lýsir mikið áfengisdrykkju og kynlífi. Framleiðendurnir og stöðin héldu því fram að vináttan, sem er fjölskylda þeirra sem eru í háskóla (e. college), tengdist nýju mottói stöðvarinnar: „Ný gerð af fjölskyldu“ (e. „New Kind of Family“). Í hjarta seríunnar er systkinasamband milli Casey og Rusty. Framleiðendurnir skilja þó að þetta sé þáttur um fjölskyldur, þá er hann ekki endilega fyrir fjölskyldur, því í þættinum er sýnt raunverulegt eðli háskólans og því eru auðvitað allt sem því tengist í þáttunum. En þrátt fyrir það er reynt að tryggja að frásögnin sé ekki „of raunveruleg“.

Þátturinn er aðallega tekinn upp í Los Angeles en hann er einnig tekinn upp á skólalóð UCLA-skólans í Westwood, sem er í úthverfi Los Angeles. Mörg atriði sem gerast á skólalóðinni hafa einnig verið tekin í Tækniháskólanum í Kaliforníu (Caltech) í Pasadena í Kaliforníu. Það hefur einnig verið tekið upp í háskóla Norður-Karólínu og stundum hafa verið notaðar myndir úr Stanford-háskóla. Húsið sem er notað í fyrsta þættinum til að sýna heimkynni stelpnanna í ZBZ er sama hús og hefur verið notað í raunveruleikaþáttunum Beauty and the Geek.

Tafir urðu á fyrstu þáttaröðinni í september 2007 vegna verkfalls handritshöfunda en þátturinn sneri aftur þann 24. mars 2008 og hafði þá þrefaldað vinsældir sínar. Þann 1. maí 2008 endurnýjaði ABC Family samninga við Greek um aðra þáttaröð sem var frumsýnd þann 26. ágúst 2008. Pantaðir voru 12 þættir í viðbót fyrir vorið 2009 og var byrjð að sýna þá 30. mars. Þann 31. janúar 2009 var tilkynnt um þriðju þáttaröðina af Greek og fór hún af stað 31. ágúst 2009.

Þættirnir voru sýndir á BBC Three í Bretlandi og FOX8 í Ástralíu en RÚV á sýningarréttinn á þáttunum hérlendis.

Þann 19. febrúar 2010 var tilkynnt um að gerð yrði tíu þátta löng sería, sú fjórða. Í mars tilkynnti Sean Smith að fjórða þáttaröðin væri sú síðasta. Hann vildi enda þættina á meðan þeir væru enn vinsælir og allir hlökkuðu til að hittast aftur, klára þáttinn og enda vel. Hann bætti því síðan við að ABC Family hefði ekki ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna heldur hefðu handritshöfundarnir og framleiðendurnir ákveðið að hætta eftir fjórar góðar þáttaraðir.

Persónur, leikendur og félögin

[breyta | breyta frumkóða]

Aðalleikarar

[breyta | breyta frumkóða]
Leikari Persóna Hús
Clark Duke Dale Kettlewell ΩΧΔ (nýliði)
Scott Michael Foster Cappie KTΓ
Spencer Grammer Casey Cartwright ZBZ (útskrifuð)
"Húsmóðir"
Paul James Calvin Owens ΩΧΔ
Jake McDorman Evan Chambers ΩΧΔ (útskrifaður)
Amber Stevens Ashleigh Howard ZBZ (útskrifuð)
Dilshad Vadsaria Rebecca Logan ZBZ
Jacob Zachar Rusty Cartwright KTΓ

Grikkir í CRU

[breyta | breyta frumkóða]
Eftirfarandi listi er yfir bræðra- og systrafélög sem eru í fleiri en einum þætti.
Zeta Beta Zeta ZBZ Aðal syststrafélagið. Byggir á fræðimennsku, íþróttum, vinsældum og áhrifum.
Omega Chi Delta ΩΧΔ Aðal bræðralagið. Byggir á fræðimennsku, íþróttum og metnaði.
Kappa Tau Gamma KTΓ "Svarti sauðurinn" í gríska kerfinu í CRU. Byggir mjög á samskiptum.
Iota Kappa Iota IKI Skammlíft systrafélag sem óánægðir meðlimir ZBZ gengu í.
Pi Pi Pi ("Tri-Pi") ΠΠΠ Systrafélag. Keppinautar ZBZ og eru þekktar fyrir lauslæti sitt.
Lambda Sigma Omega ΛΣΩ Eitt besta bræðrafélagið í CRU og byggir einungis á íþróttum.
Psi Phi Pi ΨΦΠ Eitt af óvinsælli bræðrafélögunum. Byggir aðeins á fræðimennsku.
Gamma Psi Alpha ΓΨA Aðalkeppinautur ZBZ. Ná að verða besta systrafélagið.
Eftirfarandi listi er yfir þau bræðra- og systrafélög sem eru nefnd eða sjást í a.m.k. einum þætti. Það er óþekkt hvort þau eru bræðra- eða systrafélög.
Alpha Theta Upsilon AΘY Sést í þættinum "The First Last" Systrafélag.
Alpha Sigma Rho AΣP Í þættinum "Brothers and Sister". Bræðrafélag.
Alpha Tau Kappa ATK Fjórða gríska húsið í fyrsta þættinum. Bræðrafélag.
Beta Theta Tau BΘT Í þættinum "Brothers and Sisters".
Delta Pi ΔΠ Sést í þættinum "Taligate Expectations".
Delta Sigma Omega ΔΣΩ Sést í þættinum "Black, and White and Read All Over".
Epsilon Epsilon Epsilon EEE Í þættinum "Brothers and Sisters". Systrafélag.
Theta Pi Gamma ΘΠΓ Þriðja gríska húsið sem farið er inn í, í fyrsta þættinum. Bræðrafélag gyðinga.
Iota Psi Delta IΨΔ Sést í þættinum "Mister Purr-Fect". Bræðrafélag.
Kappa Delta Epsilon KΔE Í þættinum "Mister Purr-Fect". Bræðrafélag.
Mu Gamma Sigma MΓΣ Nefnt í þættinum "Depth Perception". Systrafélag.
Nu Nu Nu NNN Í þættinum "Brothers and Sisters". Bræðrafélag.
Xi Gamma Theta ΞΓΘ Sýnt í þættinum "The Half-Naked Gun". Systrafélag.
Xi Delta Gamma ΞΔΓ Sýnt í þættinum "Brothers and Sisters". Bræðrafélag.
Pi Delta Epsilon ΠΔE Sýnt í þættinum "Three's A Crowd". Systrafélag.
Pi Sigma Theta ΠΣΘ Sýnt í þættinum "Brothers and Sisters". Bræðrafélag.
Sigma Epsilon ΣE Fyrsta gríska húsið í fyrsta þættinum.
Sigma Chi Epsilon ΣXE Sýnt í þættinum "Taligate Expectations". Systrafélag.
Phi Beta Pi ΦBΠ Sýnt í þættinum "Friends or Foe". Systrafélag.
Omega Nu Epsilon ΩNE Nefnt í þættinum "Taligate Expectations". Bræðrafélag.

Útdráttur

[breyta | breyta frumkóða]
Þáttaröð Fjöldi þátta Frumsýning Lokaþáttur DVD útgáfa
1 22 9. júlí 2007 9. júní, 2008 1. kafli : 18. mars 2008 2. kafli : 30 desember 2008
2 22 26. ágúst 2008 15. júní 2009 3. kafli: 18.ágúst 2009 4. kafli: 9. mars 2010
3 20 31. ágúst 2009 29. mars 2010 TBA TBA
4 10 3. janúar 2011 TBA TBA TBA

Fyrsta þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Rusty Cartwright (Jacob Zachar) er nýnemi í Cyprus-Rhodes háskólanum og hefur það takmark að afmá nördalega ímynd sína, svo hann ákveður að ganga í bræðrafélag. Eldri systir hans, Casey (Spencer Grammer), er meðlimur Zeta Beta Zeta systrafélagsins og er í ástarsambandi við Evan Chambers (Jake McDorman), en hann er í Omega Chi Delta bræðrafélaginu. Evan bíður Rusty pláss í Omega Chi en Rusty neitar eftir að hann sér Evan halda framhjá Casey með Rebeccu Logan (Dilshad Vasaria). Seinna ákveður Rusty að þiggja sama boð frá Kappa Tau, þar sem Cappie (Scott Michel Foster), fyrrverandi kærasti Casey, ræður ríkjum og veldur það Casey miklum áhyggjum. Til viðbótar við það hefur strangtrúaður herbergisfélagi Rustys, Dale (Clark Duke), einnig miklar áhyggjur af því að Rusty sé að blanda geði við „gríska“ fólkið en samþykkir seinna nýjan lífstíl hans og jafnvel samkynhneigðan vin hans, Calvin Owens(Paul James), sem er að reyna að komast inn í Omega Chi og kemur besta vinkona Casey, Ashleigh (Amber Stevens), óvart upp um samkynhneigð hans. Stærsta hneykslið í grísku röðinni verður þegar ný kærasta Rustys, Jen K, sem er nýliði í Zeta Beta Zeta, skrifar grein um leyndarmál fólksins í grísku röðinni og kemur þeim í vandræði, sem neyðir Bowman rektor til að leggja strangari reglur á „Grikkina“. Þar sem greinin byggist í kringum Zeta Beta Zeta, neyðir alþjóðlegt samband ZBZ Frannie (Tiffany Dupont) til að hætta sem formaður félagsins og fær Casey til að taka við hennar starfi.

Önnur þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar kosningar eru á næsta leyti beita Casey og Frannie öllum ráðum til að ná í atkvæði. Eftir að hafa skipst á orðum á húsfundi velja stelpurnar að lokum Ashleigh sem forseta. Eftir það yfirgefur Frannie ZBZ ásamt nokkrum öðrum stelpum til að stofna nýtt systrafélag, Iota Kappa Iota. Þegar nýi kærastinn hennar, Evan, fær margra milljóna sjóð í hendurnar frá foreldum sínum, hikar Frannie ekki við að nota hann sér til framdráttar og til að hjálpa við stofnun nýja félagsins. Á meðan byrjar Casey ástarsamband við „námsráðgjafa“ Rustys, Max, en parið lendir í erfiðleikum þegar það kemur að því að hann útskrifast og að þau muni ekki eyða sumrinu saman. Þegar nýtt ár byrjar kemst Casey að því að Max hafnaði fullum skólastyrk fyrir framhaldsnám til að geta verið í CRU með Casey. Eins langt og sambönd ná, byrjar Rusty með nýliða í ZBZ, Jordan. Ashleigh byrjar með Fischer sem vinnur hjá ZBZ. Fisher og Rebecca kyssast og Casey kemst að því en hún segir Ashleigh það ekki. Til viðbótar eru Cappie og Evan valdir í leynilegt félag sem Bowman rektor stjórnar og þar byrjar þeir tveir að ráða fram úr sínum málum. Í Kappa Tau-partýi segir Casey Kappie að hún beri tilfinningar til hans, en hann vill ekki að hún klúðri sambandi sínu við Max, svo hún hættir með honum.

Þriðja þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Rebecca játar að hafa kysst Fischer og Ashleigh neitar að taka við afsökunarbeiðnum þeirra. Sambandsslitin við Max voru erfið fyrir Casey en hún notar orkuna í að taka þátt í Pan Hellenic. Á meðan á Rusty erfitt með að halda meðaleinkunninni sinni um leið og hann tekur þátt í félagslífi Kappa Tau og Cappie býður sig fram til hjálpar. Calvin og Grant byrja leynilegt ástarsamband og Evan hjálpar þeim að halda því leyndu frá félögum Omega Chi. Rusty og Jordan fara með sambandið á næsta stig en vegna tækifæris sem Jordan fær til að flytja til New York, hætta þau saman. Casey uppgötvar að Cappie og Evan eru orðnir vinir aftur og verða þau þrjú vinir aftur eins og á fyrsta árinu. Þegar þakkargjörðin kemur byrja Casey og Cappie aftur saman. Dale og Rusty rífast þegar þeir eiga báðir möguleika á sama skólastyrknum. Cappie og Evan gera samning um að egna húsunum sínum á móti Huck lögreglumanni, en Evan svíkur Cappie og þrír Kappa Tau bræður eru reknir úr skólanum. Hús Gamma Psi brennur og er það ZBZ að kenna.

Fjórða þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Casey, Ashleigh og Evan útskrifast á meðan Calvin og Rebecca laga sig að nýjum skyldum sínum sem forsetar. Eftir nokkra rannsókn kemst Casey að raunverulegum ástæðum þess að hún komst ekki inn í lögfræðideild CRU og ákveður að vera áfram í CRU sem lögfræðinemi og húsmóðir ZBZ. Ashleigh kemur síðan seinna í ZBZ-húsið og segist hafa verið rekin úr starfinu í New York, en það kemur síðan fram að hún var send til að sækja kaffi einn daginn og hún hætti bara og kom aftur til CRU því hún var einmana og líkaði ekki við yfirmanninn. Á meðan reynir Cappie að byrja aftur með Casey, eftir að hún segir honum að þau gætu kannski byrjað saman aftur og lofar Cappie að hann muni breytast svo að einhvern daginn sé hann þess virði að vera kærastinn hennar. Calvin tekst á við afleiðingar þess að hafa logið til að verða forseti ΩX (Omega Chi). Eftir að hafa talað við Evan ákveður Dale að reyna að komast inn í Omega Chi. Að lokum missa Kappa Tau-bræðurnir alla nýliðana nema einn, Peter Parks, arfleið, en faðir hans er Lasker Parks, upphafsmaður 'Joshua Whopper' hugbúnaðarins.

Fyrirmynd greinarinnar var „Greek (Tv series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2011.