Geislasverð
Geislasverð er skáldað handvopn í Stjörnustríðsheiminum. Það er sívalningur úr málmi sem inniheldur litaðan kristal sem sendir frá sér um 1,33 metra löngum geisla. Geislinn er hvítur með rönd í sama lit og kristallinn. Geislasverðið hefbundið og mest notaða vopn Jediriddara og Sith. Geislar í geislasverðum Sith geta verið rauðir (til dæmis geislasverð Svarthöfða) og appelsínugulir (til dæmis Darth Revan) en geislar í geislasverðum Jediriddara meðal annars bláir (til dæmis Obi Wan Kenobi), grænir (til dæmis Logi geimgengill), gulir og fjólubláir (til dæmis Mace Windu).
Framleiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Sjónræn
[breyta | breyta frumkóða]Hreyfimyndafræðingur að nafni Nelson Shin var beðinn um að hanna geislasverðið. Hann teiknaði geislasverðið með hvítum geisla með litaðri rönd. Til að sýna geislann á þennan hátt í myndunum þurfti að fara yfir hvern ramma filmunnar með tæki (en. Rotoscope) sem stækkar mynd svo hægt sé að teikna yfir hana. Nelson kom með þá hugmynd að hafa geislann ljósan í einum ramma og dimmari í þeim næsta, til að geislinn virðist titra. Hann ráðlagði líka notkun á afsegulmagnara til að búa til hljóð geislasverðsins. Nelson kom með þessar hugmyndir á einni viku og var farið eftir þeim.
Í síðari Stjörnustríðsmyndunum (I-III) voru notaðar tölvur til að teikna geislasverðið inn á myndina.
Hljóðræn
[breyta | breyta frumkóða]Hljóðhönnuðurinn Ben Burtt þróaði hljóð geislasverðsins með því að nota suð mótora frá gömlum skjávarpa og klofnunarhljóð sem kom þegar hljóðnemi tók bylgjur frá sjónvarpsútsendingu. Þetta er grunnhljóð geislasverðsins. Breytingar á tónhæð voru gerðar með því að spila hljóðið í hátölurum og taka það upp með hljóðnema á hreyfingu, og skapa þannig dopplerhrif.
Líkamleg
[breyta | breyta frumkóða]Geislasverð Loga Geimgengils og Svarthöfða sem notuð voru í Nýrri von voru búin til úr skafti sem hélt uppi þríhyrningslaga stöng húðað með blikkljósi. Ljós vorru sett sett á hlið myndavélar sem stangirnar endurspegluðu. Fyrir Loga var haldið úr Graflex myndavél og fyrir Svarthöfða var það úr Micro Precision Products myndavél. Á þessum tíma var skaft Obi-Wan Kenobi flóknasta, þar sem það var búið til úr meirihluta breskra handsprengju frá fyrri heimstyrjöldinni -- miðjuhluta Graflex skafts eins og var notað hjá Loga -- linsu úr Texas Instruments Exactra reiknivél -- og hluta af vatnskrana.
Blöð sverðanna voru fyrir Nýja von og The Empire Strikes Back voru búin til úr þríhyningslaga stöngum hulin endurskinsmerkjum sem mótor í hjaltinu sneri í hringi. Þetta bjó til þau áhrif að geislasverðið glæi. Hinsvegar voru blöðin á þennan hátt mjög viðkvæm og þurftu að skipta út oft, og endurskinið virkaði ekki þegar hliðar geislasverðs hölluðu svo myndavélin sá þær ekki. Þarmeð var hugmyndin yfirgefin þegar framleið varð þriðja myndin, The Return of the Jedi, og í stað þess var ákveðið að nota kolefnisrör fyrir blaðið. Þetta var sterkara, en of veikt aftur til að standast brot. Í fyrstu tveim myndum seinni þríleiks myndanna — The Phantom Menace og Attack of the Clones — voru notuð blöð úr áli og stáli, sem voru mun endingarbetri, en beygðust samt þó nokkuð, og þurftu þarmeð líka útskiptanir. Í síðustu Star Wars-mynd sem hefur komið út, Revenge of the Sith, voru notuð kolvetnistrefjarör notuð fyrir blöðin. Nú voru þau mjög endanleg og beygðust ekki, sem þó varð til þess að leikararnir fengu marbletti og ör.