Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Gallepli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gall eða gallepli er óeðlilegur útvöxtur á plöntum sem er viðbragð við skaða, sýkingu eða skordýra sem vaxa í vefnum. Nokkrar skordýrategundir sérhæfa sig í að örva gallvöxt sem er þá bæði fæða og vörn fyrir lirfur. Þráðormar geta einnig valdið gallvexti.

Gallepli á eik eru með mjög hátt hlutfall sútunarsýru og voru eitt hið besta hráefni í blek, blönduð við járnsúlfat.

Rhododendron ferrugineum sýkt af sveppnum Exobasidium.
Gallepli af eik. Hola eftir sníkjudýr sést á myndinni.
Gallepli á eik.
Gall á Sitkagreni, myndað af Adelges abietis.

Gallepli er talið koma úr latnínu: galla, 'eikar-epli'.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]