Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Bikarlingsbálkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bikarlingsbálkur
Tvílitahnyðlingur tilheyrir bikarlingsbálki.
Tvílitahnyðlingur tilheyrir bikarlingsbálki.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Discomycetes
Ættbálkur: Bikarlingsbálkur (Helotiales)
Ættir

Bikarlingsbálkur (latína: Helotiales) er ættbálkur sveppa sem flokkast undir Leotiomycetes innan asksveppa.[1] Samkvæmt mati frá 2008 inniheldur bikarlingsbálkur 10 ættir, 501 ættkvíslir og 3881 tegundir.

  • Bikarlingsbálkur einkennist af disklaga eða bollalaga askhirslum.
  • Askar tegunda af bikarlingsbálki eru örlítið þykkir miðað við aðra sveppi af skiptingu Leotiomyctes.
  • Flestir sveppir af bikarlingsbálki lifa sem rotverur í jarðvegi, á föllnum trjám, skít eða öðrum lífrænum leifum.
  • Bikarlingsbálkur nær yfir flesta sveppi sem geta myndað lyngsvepprót með tegundum af lyngætt. Ættbálkurinn inniheldur til dæmis Rhizoscyphus ericae, Meliniomyces og Cairneyella variabilis.
  • Ættbálkurinn inniheldur einnig marga alræmda sjúkdómsvaldandi sveppi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Lumbsch TH, Huhndorf SM (desember 2007). „Outline of Ascomycota – 2007“. Myconet. Chicago, USA: The Field Museum, Department of Botany. 13: 1–58. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2009.
  Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.