Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

BT-turninn

Hnit: 51°31′17″N 0°08′20″V / 51.5215°N 0.1389°V / 51.5215; -0.1389
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

51°31′17″N 0°08′20″V / 51.5215°N 0.1389°V / 51.5215; -0.1389

BT-turninn

BT-turninn, áður þekktur sem GPO-turninn, Póstturninn og Telecom-turninn, er fjarskiptaturn í hverfinu Fitzrovia í London. Byggingin er 177 metrar á hæð með loftnetsfestingum efst sem gera að verkum að heildarhæðin er 191 metrar. Byggingin er í eigu fjarskiptafyrirtækisins BT Group. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru ekki í turninum heldur í BT Centre.

Turninn var reistur af bresku póstþjónustunni General Post Office til að bera örbylgjuloftnet sem hluti af örbylgjusamskiptakerfi fyrir allt Bretland. Bygging turnsins hófst árið 1961 og hann var formlega opnaður af Harold Wilson 8. október 1965. Hann var þá hæsta bygging Bretlands og hélt þeirri stöðu til 1980 þegar NatWest-turninn var reistur. BT-turninn var opinn almenningi frá 1966 til 1980 þegar honum var lokað af öryggisástæðum. Hann er stundum notaður fyrir sérstaka viðburði.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.