Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Abbas mikli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Abbas mikli Hlustaðu (persneska: عباس‎ [æˈbːɔːs]; 27. janúar 157119. janúar 1629) var sja eða keisari í Safavídaríkinu í Persíu. Hann varð keisari árið 1588 eftir að hafa gert uppreisn gegn föður sínum, keisaranum Mohammed Khodabanda, og ríkti til dauðadags.

Fyrstu ríkisár Abbas samdi hann um frið við Ottómana sem faðir hans hafði átt í stríði við og lét þeim eftir lönd í norður- og norðvesturhluta ríkisins. Eftir það gat hann tekist á við úsbeka og komið sér upp fastaher. Með aðstoð enska ævintýramannsins Robert Shirley bjó hann her sinn öflugum skotvopnum og réðist aftur gegn Ottómönum 1602. Hann náði fljótt aftur þeim löndum sem hann hafði áður látið þeim eftir og jók ríki sitt handan við ána Efrat. Hann barði niður uppreisn í Tbilisi með mikilli hörku og vann sigur á sameinuðum herjum Tyrkja og tatara 1618. 1622 tók hann eyjuna Hormús í Hormússundi frá Portúgölum með stuðningi Breta.

Þegar Abbas lést náði ríki hans frá Tígris í vestri að Indusfljóti í austri.